Fimmtudagur, 25. október 2007
"Framsóknarsiðferðið í algleymingi. Daglega ný met í blekkingum"
Slíkur er titill greinar í Mbl frá 1954 og við lestur greinarinnar, sem er á baksíðu blaðsins 31. ágúst 1954, kemst maður ekki undan því að taka undir...ekki síst í ljósi nyliðinna atburða. En ég ætla að láta mér nægja að birta hér innganginn að fréttinni. Þar segir:
Aðalmálgagn Framsóknarflokksins "Tíminn" hefir löngum verið frægt að endemum og skrif þess hafa jafnan verið með þeim brag, að illmögulegt hefir verið oft á tíðum að hafa samvinnu við Framsóknarflokkinn um vandasöm mál, því að "Tíminn" hefir haft sérstaka unun af því að reka ríting í bak samstarfsmannanna. Hefir blaðið af þessu hlotið almenna andúð heiðarlegra manna og er það vel.
Tíminn var sem sagt byrjaður að "binga" snemma og það áður en Björn Ingi fæddist. Þetta er þá kannski ekki honum að kenna, heldur partur af arfleifð hans?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 25. október 2007
Spurning að taka þetta upp hér á Íslandi
Það gæti a.m.k. trekkt menn á staðina...en vísast myndi Sóley ekki verða nógu glöð með svoleiðis.
![]() |
Sektuð fyrir að kremja bjórdósir með berum brjóstunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 25. október 2007
Gott hjá Kaupþingi
Láta Baunana finna til tevatnsins. Öfundssýki Baunanna vegna árangurs Íslendinga hefur verið vaxandi á síðustu árum.
Solid að láta þá finna fyrir krafti Íslendinga.
Áfram Ísland.
![]() |
Dómsmál vegna Íslandsgreina gæti reynst Ekstra-Bladet dýrt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 25. október 2007
Hvað með gamla góða júgursmyslið?
45.000 kall fyrir andlitskrem? Úff, maður veit ekki hvað segja skal við þessu, nema,...
Ég vona að þetta sé virði svona fjárausturs.
![]() |
Íslenskar konur nota 45 þúsund króna andlitskrem |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. október 2007
Tyrkjarán eða...?
Ég sá ekki þennan leik, en ég var að kenna á meðan á þessu stóð. Og ég hefði heldur ekki nennt að horfa á leikinn, þótt ég hefði ekki haft neitt sérstakt að gera.
Sko, það er nógu leiðinlegt að horfa á Liverpool á Anfield, en að horfa á Liverpool á útivelli er hreinasta pína.
Gott hjá Tyrkjunum. Fínt að brjóta Púlarana aðeins niður fyrir leikinn á sunnudaginn.
![]() |
Liverpool lá í Istanbul |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. október 2007
Það vantar nauðsynlega hraðlestir á Íslandi
Til dæmis á milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Ekki aðeins til þess að flugfarþegar verði snöggir á völlinn eða heim (á einfaldan og þægilegan hátt), heldur mætti selja svona einhleypingaferðir til að hafa nú fleira fólk þarna en annars.
Nú, eða framhjáhaldaferðir fyrir gifta, gleðiferðir fyrir samkynhneigða, rómantískar ferðir fyrir einstæða eldri borgara, nú eða bara bíóferðir fyrir krakka.
Allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.
![]() |
Stefnumót í hraðlest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 24. október 2007
Skeinipappírssölumennska
Ég hef nú tekið ágætis syrpur á Svíanum, eins og dyggir lesendur þessa bloggs muna, en hingað hef ég ekki verið í miklum vandræðum með pappírinn. Ég á semsagt til alveg nóg af slíkum.
Það sem verst er, við þessa tegund af skeinipappír, að þar er oft innbyggð skítafýla sem oft á tíðum er yfirgengileg og veldur manni ógleði.
Þessi nýja tegund skeinipappírs er mér semsagt ekki til gleði. Mér er alveg sama þó tegundin komi út flesta daga vikunnar og fáist afhent heim til manns, ég segi bara nei takk.
Og þá breytir engu þótt hún hafi skipt um ritstjóra.
Því DV er og verður DV, hvort sem skítafýlan er af fullum styrk eða bara "light", eins og núna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. október 2007
Gjöldin burt?
Ég vona það. Þessi gjöld eru skandall, sem þarf að lagfæra. Við, fólkið í landinu, þurfum nóg að borga fyrir, þó þessi smán sé ekki innheimt af okkur reglulega.
Jæja, kannski að Bjöggi ráðherra sé ekki eins slæmur og Evrópusambandsástarsamband hans gefur til kynna? :)
![]() |
Vörugjöld, stimpilgjöld og uppgreiðslugjöld afnumin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. október 2007
Rekum Eyjólf
Í venjulegum löndum hefði hann verið rekinn fyrir löngu.
Ég held að Jolli ætti að byrja á að þjálfa lið á Íslandi, áður en hann þjálfar landsliðið. Gæti byrjar á Tindastóli, og síðan unnið sig upp.
![]() |
Eru landsliðsmennirnir óánægðir með Eyjólf? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. október 2007
Efni í fína einkaþotu
![]() |
A380 í fyrsta farþegaflugið á fimmtudaginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)