Mánudagur, 3. desember 2007
Yfirvinnan
En með mér unnu þá í "aukavinnunni" sumir, sem unnu jafnvel enn meira. Ég man eftir strákum sem voru að vinna allt að 400 klst á mánuði, þ.e. nokkuð meira en fulla vinnu á hverjum degi mánaðarins! En þeir voru líka að safna sér pening...
En hvernig ætli ástandið sé hér á Íslandi. Ég væri ekkert hissa á manni með 250 vinnutíma á mánuði. Og mér finnst það í raun ekkert sérstakt svosem...maður hefur séð það verra.
![]() |
Vann yfir sig og dó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. desember 2007
1 ár
Þetta hefur verið misgaman, en lengst af ágætis útrás...
En núna nenni ég þessi eiginlega ekki lengur...annað hvort bloggfrí eða...:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. desember 2007
Rússnesku þingkosningarnar
Jæja, þá er það orðið ljóst. Pútin knýr fram hagstæð kosningaúrslit og það án þess að fara eftir lögum og reglum lýðræðislegra kosninga.
En ég held þó, að Rússar vilji hafa sterkan leiðtoga. Þeir eru orðnir vanir slíku og sjá enga ástæðu til að skipta yfir í veiklulegan, lýðræðiskjörinn leiðtoga.
En hitt er svo annað mál, að einræðistilburðir Pútíns, Chavezar og annarra slíkra um þessar mundir vekur hjá mér ugg og ótta. Eftir allt sem á undan er gengið virðast menn enn telja, að einræði sé ásættanlegt stjórnarfyrirkomulag.
Ég fatta það ekki. Hvað ef einvaldurinn verður brjálaður, eins og t.d. Hitler, Stalín, og fleiri eru gott dæmi um? Hvað þá? Þá sitja menn uppi með klikkaðan einræðisherra að hætti Mugabes eða annarra rugludalla, eða jafnvel ofurmorðóða villiasna.
Það er ekki að ástæðulausu að á síðustu 100 árum hefur þeim þjóðum gengið best, þar sem stjórnkerfið er opnast og lýðræðislegast.
![]() |
Pútín segir kosningar styrkja þingið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 3. desember 2007
Draugagangur
Grænu draugarnir hafi síðan byrjað að slást, þegar hinir af holdi og blóði fóru að rifja upp sorgarsögu Framsóknarflokksins.
![]() |
Slagsmál við Draugabarinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. desember 2007
Sorglegt
Úff, út með jólaköttinn, hann á ekki lögheimili hér.
![]() |
Kryddpíur á faraldsfæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 3. desember 2007
Ömurlegur endir á góðri ferð
En jæja, gat verið verra.
Og síðan var heimferðin ömurlegt. Þrjár seinkanir vegna traffíkur í London. Ég nota Heathrow helst aldrei aftur sem transitvöll.
Og síðan týndu þeir töskunni minni í London. Og ég sat eftir í Leifsstöð í nótt og síðasta flugrútan farin með meðfylgjandi leigubílakostnaði.
Ömurlegur endir á góðri ferð.
Og solid Ossom.
Skák | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 3. desember 2007
Kennarinn náðaður
Og ég efast um að ég þoli að sjá fleiri myndir af konunni með tígrisdýri eða kameldýri. Nei takk.
EN gott að Súdanir sáu að sér. Þetta mál hefði gert þá að aðhlátursefni og valdið þeim skaða á alþjóðavettvangi.
En vonandi láta þeir þetta sér að kenningu verða...
![]() |
Breskur kennari náðaður í Súdan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1. desember 2007
Ofstaekisfolk
Eg fer ekki ofan af thvi, ad mesta ofstaekisfolkid i trumalum her a blogginu eru einmitt yfirlystir truleysingjar. Their eru semsagt ofstaekisfyllri i truleysi sinu, eda tru a manninn eda eitthvad annad, heldur en hordustu truarmenn.
Og fa truar eda truleysisfelog eru jafn ofstaekisfull og einmitt Sidmennt. En thetta er bara min skodun.
Thad ma semsagt ekki boda tru annarra i skolun, en SKAL boda visindahyggju theirra. Er thetta ekki bara frekja...
![]() |
Áfram deilt um Krist í kennslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 29. nóvember 2007
Um TR einu sinni enn
![]() |
TR skortir tök á fjársvikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. nóvember 2007
Obrenovac einu sinni, einu sinni enn
Mánudagur
Æ, ég er nú meira muppetið. Ég hlýt að vera sleginn skákblindu. Ég tefldi í dag við alþjóðlegan meistara og kreisti hann smám saman í hans uppáhalds afbrigði, 2...Rc6 Drekanum, eftir að hann tefldi aðeins ónákvæmt í byrjuninni. En hann varðist vel og ég missti þolinmæðina og hann náði að jafna taflið. En ég rétti út kútnum og þegar hvorugur vildi halda áfram, var jafntefli samið. En ég sá ekki, að í lokastöðunni átti ég þrusuleik, sem hefði gefið mér amk einhverja vinningsmöguleika. Ég trúi varla að ég hafi ekki séð þetta. En jafntefli var svo sem ekki svo slæmt. Að minnsta kosti skárra en að tapa. En mér til varnar mætti segja, að ég var kominn í tímahrak...en samt! Algjör óþarfi. Þessa skák átti ég að vinna.
En jæja, góðar fréttir frá Robba. Hann fékk sína stöðu í Benkö bragði og átti aldrei í neinum vandræðum. Hann innbyrti sigurinn án vandræða. Bara handavinna.
Jæja, en ég var svo gjörsamlega búinn að ég dreif mig í matinn og síðan beint upp á herbergi, eftir að hafa marghafnað boði læknisins um bjórdrykkju. Sumir láta sér ekki segjast og taka ekki nei-ið trúanlegt. Ég skreið upp í og teygði lúin bein. Ég held ég sé að verða of gamall fyrir svona átök, dag eftir dag. Robbi renndi við og fór síðan einn út á Internet kaffi, en ég steinlá og var að vakna, rétt eftir miðnætti, þegar þetta er skrifað. (P.s. ég náði ekki að sofna aftur fyrr en undir morgun; morkinn skákmaður þetta skiptið).
Þetta var alls ekki skemmtilegur dagur. Það var byrjað að rigna eldsnemma í morgun. Morgunrúnturinn okkar var frekar stuttur vegna rigningar, en við fórum aftur út eftir hádegismatinn og gengum tveir saman undir regnhlífinni hans Robba út á markað. Þar voru allar regnhlífar uppseldar, en við fundum regnhlíf þarna rétt hjá. Upp frá því var þetta skárra. Robbi fór síðan í rakstur, en ég fór upp á herbergi að þurrka fötin mín.
Þriðjudagur
Æ, ekki mjög skemmtileg byrjun á fögrum degi. Morgunmaturinn sökkaði feitt, t.d. var kaffið búið og djúsið líka! Og Omelettan sem við pöntuðum var bæði þurr og vond.
Við fengum okkur því stóran skammt af kaffi og ávaxtasafa á Internetkaffinu. Við fórum svo heim. Ég var kominn með einhverja flensu og vildi komast sem fyrst heim, enda er farið að kólna hérna. Síðan leið dagurinn, en þegar skákin var að fara að byrja, var ég í engu standi til að tefla. Og ekki hjálpaði til, að í hádeginu var matur, sem ég hef víst einskonar óþol fyrir en let hungrid hafa forgang. Niðurstaðan var því sú, að ég samdi bara stutt jafntefli við mótherja minn og fór upp á herbergi og uppí rúm. Hrikalega pirrandi, en ég hefði þurft að vinna til að eiga enn einhvern séns á alþjóðlegum áfanga.
Ég hélt síðan að mig væri að dreyma, þegar síminn á herberginu hringdi rúmri klukkustund síðar og maður kynnti sig á íslensku. Jú, Sinisa Kekic var kominn í heimsókn. Hann er alinn upp hér í Obrenovac og var kominn heim í frí. Faðir hans, sem er skákáhugamaður og teflir í litlum skákklúbbi eins og þúsundir annarra Serba, hafði komið að horfa á mótið og rekið augun í tvo Íslendinga. Hann hringdi því í Sinisa, sem kom með det samme. Gaman að spjalla við hann. Þetta lyfti mér aðeins upp, en þegar hann var farinn fór ég beint upp aftur og í rúmið. Robbi kom svo og sótti mig þegar hann var búinn að vinna Spanjólann og fengum við solid snitzel einu sinni enn. Við fórum síðan að horfa á Arsenal leikinn. En ekki byrjaði það vel, því Sevilla skoraði 2 mörk nánast strax og ég kom til leiks. En ég meikaði þetta ekki og fór upp á herbergi og undir lak með meðfylgjandi Svíaferðum.
Nú er klukkan rúmlega sjö að morgni á miðvikudegi. Ég hef sofið eins og smákrakki og er aðeins skárri. En ekki lýst mér á kroppinn. Þreytandi að fá svona týpíska flensu þegar síst skyldi. Ég er kominn í ullina, en mér er samt kalt og með hausverk. Ótrúlega þreytt. En vonandi verð ég orðinn betri í dag, þegar skákin hefst.
Í dag fáum við Robbi báðir stórmeistara. Ég fæ Ljuben Spassov frá Búlgaríu en Robbi einhvern stórmeistara frá einhverju nágrannalandinu, man ekki hvaða land það var.Við höfum báðir hvítt og ætlum auðvitað að tefla stíft til sigurs. Ég set þó þann fyrirvara, að ég verði orðinn eitthvað betri.
Jæja, over and out.
P.s. netid la nidri i morgun. Roar. En jaeja, eg tefldi vid stormeistara adan, og hann tefldi grimmt til jafnteflis fra byrjun. Hann hefur tvo system, annad thegar hann teflir vid stigalaga og lelegri skakmenn og annad gegn sterkari. Eg skodadi bara thad hvassara, sem eg kann reyndar vel, og var spenntur fyrir thvi ad fara a hann. En nei, hann tefldi hitt, stift til jafnteflis. Roar. Eg komst thvi ekkert afram og saettist a jafntefli. hann var greinilega anaegur med thad.
RObbi er enn ad tefla. Hann er med agaeta stodu gegn minu gamla uppahaldsafbrigdi i franskri vorn. Tefldi thad reyndar ekki alveg rett, en nogu vel. Eg trui ekki ad hann tapi thessu, en thad gaeti ordid erfitt ad vinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)