Boris

Með þessari frétt stóð fyrr í morgun mynd af Boris Johnson, frambjóðanda Íhaldsflokksins til borgarstjóra Lundúna. Hann er nú þekktur meðal íslenskra skákmanna fyrir "meint tengsl" við einn af hinum þekktari í þeim skrítna "heimi" og ekki síður eftirfarandi myndband, sem ég birti á Skákhorninu fyrir all nokkru.

Ég gat ekki á mér setið að endurbirta það hér í kjölfar góðrar frammistöðu Íhaldsmanna í Bretlandi.

 

 


mbl.is Verkamannaflokkurinn tapaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniglar í hópskriði

Fjöldi snigla hélt af stað í mótmæla-hópskriði frá Hlemmi niður á Lækjartorg á hádegi í dag. Á leiðinni þurfa þeir að komast fram hjá mörgum hindrunum, m.a. þremur frönskum kokkum og þungum fótum íslenskra vegfarenda.

Búist er við að eftirlifandi verði komnir niður á Lækjartorg í tíma fyrir 1. maí hátíðahöldin 2009.


mbl.is Sniglar í hópkeyrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moggabloggarar = Úrhörk samfélagsins, dæmd til dauða og helvítisvistar

Jahérna. Ég er semsagt kominn á hitlist og hell-list hjá Massanum á b2. Já, ásamt Stebba Fr., Sóleyju Tómasar og Tuma. Við föllum semsagt undir eftirfarandi:

"Það eru nokkrir bloggarar sem mér finnst að ættu að deyja og fara til helvítis, eða þá í það minnsta hætta að blogga undir eins. Hérna kemur stuttur listi sem er alls ekki tæmandi, nennti ekki að finna fleiri vegna þess að ég fann lífsviljann dofna með hverri mínútunni."

Ótrúleg snilld hjá manni, sem sjálfur virðist ekki hafa mikið fram að færa, amk ekkert sem setið getur eftir í mannshuganum og telst til gáfumannaspjalls. En þarna koma hinar 15 mínútur frægðar. Ágætt. Það þarf lítið til að gleðja litlu börnin.

En deilan um "Mbl.is bloggið" og "fréttabloggara" heldur áfram. Almennt eru víst Moggabloggarar mestu úrhrök  samfélagsins, að mati þessa manns af þeirri ástæðu að ekkert merkilegt komi hér fram. Hér séu unglingar að fíflast, miðaldra fólk að fá útrás fyrir leiðinlegt líferni eða eitthvað. En mætti ég frekar biðja um Stefán Pálsson, hann skrifar þó amk skemmtilegan texta og er þar að auki FRAM-blár inn að beini.

Sjálfur blogga ég mér til skemmtunar, oftast til að fá útrás smástund frá vinnu, loksins þegar maður þarf ekki að vanda hvert einasta orð og pæla í allskonar leiðinda staðreyndum og þrætubókardæmum. Síðan, þegar ég hef tíma, reyni ég að skjóta einhverju bitastæðara fram, t.d. undir "Af spjöldum sögunnar".. En gott er að ungir menn eins og Massi geti fengið útrás fyrir hneykslunarþörf sína og fordæmt Moggabloggara, sérstaklega okkur fjögur, til helvítis.

Þá er hann a.m.k. ekki að kasta eggjum í lögregluna á meðan.


Rauðavatnstorg í Istanbúl

Ætli Íslendingar kannist við þessa atburðarás? Spurning að senda Stefán Eiríks eða Geirjón þarna út til að læra hvernig á að gera þetta? Eða bjóða Tyrkjunum hingað?

Eða kannski ættu lögregluyfirvöld beggja landa að senda fulltrúa sína á námskeið í Kína?


mbl.is Hörð átök í Istanbul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver ætli sé staðan á Íslandi?

Ætli ýmislegt myndi ekki koma úr skápnum hér á landi, ef vel væri leitað?
mbl.is Norsk kona eignaðist þrjú börn með föður sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

G. Páll Skúlason?

Nú, er þetta ekki Georg Páll Skúlason sjálfur, eða Goggi, eins og menn kölluðu hann í den.

Skrítið þetta. Mér finnst Georg flott nafn.

Jæja, en Goggi ræður þessu auðvitað sjálfur.


mbl.is Má tala krónuna upp?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brunaútsala í Barcelona?

Já, þessi listi meikar sens. Henry mætti þó vera áfram, en hinir eru góður efniviður í útsöluvarning.
mbl.is Barcelona hyggst selja tíu leikmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

Þetta kemur mér ekki á óvart, því miður, miðað við aksturslag egypskra rútubílstjóra á Sínaískaga. Þar er ekið verulega greitt, formlega í því skyni að takmarka hættu á árásum hryðjuverkamann á hina erlendu ferðamenn.

Þegar ég fór forðum yfir Sínaískaga í rútu voru 5 rútur saman og löggan fremst, í miðju og aftast. Ef ég man rétt var ekið á 130 km hraða og var mér um og ó, en alltof þyrstur og að kafna úr hita, svo ég reyndi bara að sofna á meðan eins og aðrir.

En þetta kemur mér semsagt ekki á óvart.


mbl.is Erlendir ferðamenn létust í rútuslysi í Egyptalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liverpool á heimleið

Bless Smile


mbl.is Chelsea í úrslit í fyrsta sinn eftir 3:2 sigur á Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Simbabve

Jæja, vonandi að Mugabe fatti skilaboðin og komi sér hið snarasta á elliheimili eða bara eitthvert burtu. Hann hefur unnið gríðarlegan skaða sem tekur eflaust mörg, mörg ár að vinna til baka.

Allt er betra en Mugabe. Fussumsvei.


mbl.is Tsvangirai með 47% atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband