Framhjáhöld og sambönd

Heyrði þessa hjá Kristjáni Hreinssyni áðan og verð að lauma henni inn:


Ein gálan mér gaf undir fót
gjafmild hún var þessi snót
Ég tott átti að hljóta
en tók þá til fóta
því hún var svo h...... ljót

Kristján Hreinsson


mbl.is Tjáir sig ekki um Barböru Walters
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af spjöldum sögunnar: Rómaveldi I

Rómaveldi   Rome_01

Við grunnvað á Tíberfljóti myndaðist lítill bær, sem óx síðan og dafnaði uns hann náði yfir hæðirnar sjö beggja vegna fljótsins og varð að Rómaborg, voldugustu borg sögunnar. Rómaveldi þanndist smám saman út og náði að lokum yfir stærsta hluta hins þekkta heims. Þar ægði saman Rómverjum og barbörum, kristnum mönnum og heiðnum, ríkum og fátækum í mesta þjóðernisgraut, sem hrærður hefur verið saman í einu ríki.

En stöðug valdabarátta á milli öldungaráðsins, sem lengstum var skipað fulltrúum fornra höfðingjaætta, og alþýðunnar veikti innviði ríkisins. Rómaveldi stóð af sér árásir Karþagó-manna, Grikkja, Persa, Galla og annarra óvinaþjóða, en var sjálfu sér sundurþykkt og klofnaði. En menning Rómverja, sem mótast hafði undir grískum og síðar kristnum áhrifum, varð síðar undirstaða þeirrar vestrænu menningar, sem við búum við í dag. 

Etrúskar og Rómverjar

graves   Fornar sagnir segja svo frá, að bræðurnir Rómúlus og Remus, sem bornir voru út og supu úlfynjuspena, hafi stofnað Rómaborg um 750 f. Kr.. Móðir þeirra var afkomandi Eneasar frá Tróju, sem flúið hafði umsátrið og sest að á Ítalíuskaganum. Frásögnin af bræðrunum varð sú goðsögn, sem Rómverjar byggðu upphaf sitt á og varð gerð ódauðleg í Eneasarkviðu rómverska stórskáldsins Virgils.


En Rómverjar áttu volduga nágranna. Í norðri bjuggu Etrúskar, harðgerð þjóð af skyldu þjóðerni og Dórar, í suðri réðu Samnítar og fleiri ættflokkar og syðst lágu grísk borgríki. Af þjóðum þessum höfðu Etrúskar mest áhrif á þróun Rómaborgar. Þeir voru Spartverjar Ítalíu, fámenn yfirstétt, sem kúgaði stór landsvæði til hlýðni með ægivaldi hernaðaryfirburða. Járnið var einnig styrkur þeirra og hafa fundist fornar etrúskar eirmyndir af járnklæddum hermönnum þeirra. Korn og slíkan varning tóku þeir af skattþegnum sínum, eða keyptu á verslunarferðum sínum, jafnvel alla leið til grísku eyjanna.



Kaupmenn þeirra þurftu þó varla að fara langt, því suður af Róm hafði risið gríska verslunarborgríkið Neapólis, sem nú heitir Napólí. En lítinn mun sáu þeir á því, að versla eða ræna, enda voru kaupskip þeirra ekki síður sjóræningjaskip en verslunarfley. Sjóveldi þeirra lauk 474, þegar konungurinn í Sýrakúsu á Sikiley þurrkaði út sjóræningjaflota þeirra. Hnignaði þá jafnframt veldi þeirra á landi. 

 


 Það voru í raun Etrúskar sem grundvölluðu Róm sem borgarsamfélag. Kapítol-hæð, Rómatorg (forum Romanum), borgarskreytingar, steinlagðir vegir og skipulagning íbúaðarhverfa voru meðal þeirra minja, sem Etrúskar skildu þar eftir sig. Etrúskar kenndu Rómarbúum að reisa sér frambærileg húsakynni, grafa frárennsli og flytja vatn til íbúanna með síkjum og vatnsleiðslum. Menning þeirra var af grískum rótum og otuðu þeir henni hvarvetna þar sem þeir hertóku borgríki eða sveitasamfélög, þar á meðal í Róm.



Nautnalíf Etrúska var að flestu leyti keimlíkt því, sem gerðist meðal góðborgara í Aþenu og varð grundvöllur undir samsvarandi lifnaðarhætti velstæðra Rómverja. Þegar á heildina er litið mætti segja, að menning, lifnaðarhættir og stjórnskipun Rómverja hafi fyrst og fremst komið frá Etrúskum. Eitt kennimerki þeirra, hrísvöndlarnir sem kölluðust fasces og meðfylgjandi tvíaxir, urðu síðar merki ráðandi embættismanna Rómar og gengu síðar í arf til einræðisflokks Benítós Mússólínis, Fasistaflokksins. 

 

 

   RedEtruscanHorseVeldi Tarkviníusa, konungsættar Etrúska í Róm, var þó byggt á veikum stoðum, því sumir þeirra þóttu, þótt ótrúlega væri, frekar hliðhollir almenningi og hagsmunum hins óbreytta borgara. Aðalsmenn, sem reyndar voru margir hverjir af etrúskum ættum, ráku svo síðasta konung þeirra, Tarkviníus hinn stæriláta, á braut 509 f. Kr. og hófst þá eins konar þjóðveldi (republica) í Róm, gríðarlega stéttaskipt, en nægjanlega sterkt til að lifa af komandi stéttaátök og árásir utanaðkomandi óvina.   

 

 

 

Stjórnskipun Rómar   Þótt Etrúskar hafi misst völdin í Róm, lifði stjórnskipulag þeirra og menning áfram góðu lífi í borginni. Margar höfðingjaættir þeirra héldu velli og runnu inn í þá þjóð, sem myndaðist þar smám saman, einkum með blöndun íbúanna við nærliggjandi landbúnaðarsamfélag Latína-ættarinnar. Samfélagsskipunin, sem verið hafði áður, hélst nánast óbreytt. Hinar tvær meginstéttir borgara, patrísíar (höfðingjar) og plebíar (lýður), voru leifar þess skipulags, sem myndast hafði á dögum Tarkviníusa, þar sem Etrúskar voru höfðingjar, en latneskir Rómverjar lýðurinn. Ennfremur var að finna þar stétt hálffrjálsra borgara, svokallaðra klíentela, sem voru skjólstæðingar höfðingjanna. Neðst á listanum voru síðan þrælar og réttlausir útlendingar.

  

 Fyrst eftir brotthvarf Etrúska var konungsveldi við lýði í Rómaborg, en fljótlega voru völdin falin í hendur tveimur ræðismönnum, eða konsúlum, sem kosnir voru úr hópi 300 öldungaráðsmanna (senatora), sem hver um sig var fulltrúi ákveðinnar ættar (gentes) eða valdastéttar í öldungaráðinu (senatus). Síðar fengu svo plebíar að tilnefna þar erindreka, sem kosnir voru á borgarafundum þeirra, komitia tributa. Hinir eiginlegu þjóðfundir, komitia senturiata, voru þjóðþing Rómverja, þar sem lög voru samþykkt og meiriháttar ákvarðanir voru kynntar eða bornar upp til atkvæðis. 


  
Munurinn á lýðveldi Rómverja og Aþeninga var einkum sá, að í Róm réðu aðalsmenn, en ekki alþýðan, mestu. Hagur plebíanna vænkaðist þó með tilkomu alþýðuforingja (tribuna), sem urðu með tímanum einskonar týrannar, að grískri fyrirmynd. Þeir voru friðhelgir og gátu jafnvel stöðvað lög eða framkvæmdir sem snertu umbjóðendur þeirra. Sögðu þeir þá veto, eða „ég neita”, en orð þetta merkir neitunarvald í mörgum þjóðtungum nútímans. Helsta afrek fyrstu alþýðuforingjanna var þó það, að fá samþykkt rituð lög fyrir Rómarborgara um 450 f. Kr.



Hin nýja lögbók var rituð á tólf bronstöflur og því kölluð Tólftaflnalögin (Leges duodecim tabularum). Þau báru nokkurn keim af lögum Sólons í Aþenu, en tóku þó vitaskuld til þeirra sérstöku mála, sem fundust í Rómaborg einni. Lög þessi voru undirstaða rómversks réttar og síðar grundvallarlaga Rómarveldis. Þau voru síðan þróuð samfara þeim breytingum, sem urðu á rómversku samfélagi. Sérstaklega var mikilvæg lögbók sú, sem kennd er við Lísíníus alþýðuforingja, frá því um 367, þar sem veldi aðalsins var takmarkað enn frekar.

Mótmæli Tíbetvina

Spurning að fá Sturlu lánaðan til að spæsa þetta aðeins upp.


mbl.is Mótmælin halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítt með stefnumálin

Rauði-Ken var þó amk harður stuðningsmaður Arsenal. Með hvaða liði heldur Boris?
mbl.is Borgarstjóraskipti í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Girls just wanna have fun

Jæja, langt síðan Sarah Jessica Parker var aðalstjarnan í Girls Just Wanna Have Fun. Mikið vatn hefur runnið til sjávar þá.

Engu að síður hefur eðli málsins ekki breyst: Girls just wanna have fun.


mbl.is Skiptir 81 sinni um föt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hetjan?

Jæja, ágætt hjá honum að hafa snúist gegn Hitler 1942 þegar hann frétti að 5 sígaunar hefðu verið skotnir fyrir það eitt að vera sígaunar.

Þá höfðu nú hundruðir þúsunda Gyðinga verið myrtar fyrir það eitt að vera Gyðingar,´hundruðir þúsunda stríðsfanga og óbreyttir borgarar af slavneskum ættum teknir af lífi í hrönnum. En það skipti greinilega minna máli, en maður í hans stöðu átti að vera fullkunnugt um hvað væri í gangi, eða amk hluta af heildarpakkanum. Ég fatta því ekki þetta með 5 sígauna?

Nei, þetta er ekki Villi postdoc að skrifa undir dulnefni. Ég er að skrifa þetta sjálfur.


mbl.is Sá síðasti úr hópnum er reyndi að myrða Hitler
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefán Pálsson í stór forstjóra Varnarmálaskrifstofu?

Já, af hverju ekki? Betra að fá Stefán í þetta en einhvern bitlingakratann. Hann hefur þó amk sannfæringu og lætur ekki blása sér fram og til baka eins og virðist vera normið með afturhaldskommatittina, flesta amk.
mbl.is Formaður SHA sækir um forstjórastarf Varnarmálastofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svindl

Kosningasvindl. Mugabe svindlaði, það er ég gjörsamlega viss um.

mug1mugabe3

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

mugabe4Mugabe%20Shrugs


mbl.is Önnur kosningaumferð boðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónæmi og ofnæmi

Jæja, allt að sigla í sama farið hér á landi og annars staðar.


Ég hef sjálfur lent í þessu. Ég hef tekið inn pillur í mörg ár vegna ofnæmi fyrir KR-ingum. Þær eru bara hættar að virka á mig.

Ætli ég hafi þróað ónæmi fyrir pillunum, eða e.t.v. ónæmi fyrir KR-ingum? Wink


mbl.is Þróun ónæmis gegn sýklalyfjum hafin hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olíuverð lækkar...

...erlendis. Ekki hér á Íslandi.

oliuverd

Jájá, olíuverðið hækkar og hækkar í útlöndum. OPEC neitar að auka framleiðsluna vísast til þess eins að hrista aðeins upp í Vesturlöndum.

En þegar olíuverð hækkar erlendis hækkar það hér, en þegar það lækkar erlendis stendur það óbreytt hér á Íslandi, eins og margir hafa tekið eftir.

Er þetta olíusamráð eða eru olíufélögin öll með svipaðar pælingar; að ná sem mestu í vasann meðan hægt er?

 

 


mbl.is Olíuverð lækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband