Laugardagur, 21. apríl 2007
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig fylgi í Rvk suður
Og kratarnir tapa, þó þeir séu reyndar stærri en VG.
Nokkuð merkilegt kemur þarna fram, t.d. að Íslandshreyfingin hefur meira fylgi en Framsókn.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig þingmanni í Reykjavík suður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 21. apríl 2007
Hvenær kemur vorið á vængjum yfir Faxaflóann?
Ef þetta heldur svona áfram mikið lengur, fer maður að flýja bara úr landi, og til Kanarí, þar sem nú er síðasta vígi framsóknarmanna.
![]() |
Rigning, slydda og snjókoma á landinu í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21. apríl 2007
Sverð íslams
Jæja, þetta heldur áfram. Greinilegt að einhverjir hópar, sennilega skipulagðir, eru byrjaðir að hrekja Vesturlandabúa / kristna menn frá íslömskum yfirráðasvæðum, eins og komið hefur fram í fréttum að undanförnu. Byrjunin er smá, en þetta gæti alveg eins orðið að faraldri.
Og síðan eru múslímar jafnan æfir yfir því, að fá ekki öll sérréttindi sín að heiman viðurkennd í Vestur-Evrópu og njóta til þess stuðnings, þó aðallega frá vinstri mönnum.
![]() |
Ráðist inn í bandarískan skóla á Gasasvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Laugardagur, 21. apríl 2007
Töframaðurinn frá Ríga?
Þetta er drepfyndið, þegar maður skilur rétta samhengið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21. apríl 2007
Skrítin fyrirsögn!
Ætlar Samfylkingin að kaupa Garðinn?
Maður les í Mogganum, að t.d. þessi eða hinn fjárfestir býður í fyrirtæki, þá er hann að falast eftir að kaupa það, en ekki bjóða almenningi að heimsækja fyrirtækið á sinn kostnað.
En svona getur þetta verið strembið!
![]() |
Samfylkingin býður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. apríl 2007
Enn ein nefndin!
Spurning að setja saman nefnd, sem fer yfir starfsemi annarra nefnda og reikni út gagnsemi niðurstaðna þeirra í ljósi t.d. launakostnaðar.
Og það merkilega er, að þessi nefnd hefur það hlutverk, að fylgja eftir tillögum fyrri nefndar um sama mál.
Og nú ætti RUV að gera nýja þáttaröð af Maður er nefnd-ur, og myndi þá aðeins fjalla um þá, sem setið hafa í nefndum hins opinbera. Þetta gæti verið á dagskrá svona næstum 20-30 árin.
![]() |
Framkvæmdanefnd skipuð vegna endurskoðunar örorkumats |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. apríl 2007
Svindl og svínarí hjá Inter
Ótrúlegt! Í leiknum, sem gat tryggt Inter Ítalíumeistaratitilinn í fótbolta, var lítið um óvænta atburði. Menn létu sig detta og vældu síðan í dómaranum. Bara venjulegur fótboltaleikur á Ítalíu, eða er það ekki?
Hér er Adriano í aðalhlutverki. Maðurinn lætur sig greinilega detta til að fá vítaspyrnu. Óþverraskapur.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. apríl 2007
Beckham að meika'ða

![]() |
Beckham með Real Madrid á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. apríl 2007
Guðni útilokar samasem áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum
Hann sagði það þó ekki beint, en sagði þó, að sumir innan flokksins (lesist: Guðni og félagar?) telji nóg komið. Jafnframt sagði hann, að Framsókn þyrfti að hafa 17-20% til að geta haldið núverandi samstarfi áfram. Það er vægast sagt mjög ólíklegt.
Niðurstaðan er því sú, að ný ríkisstjórn mun taka við í gamla tukthúsinu við Lækjartorg í sumar.
![]() |
Guðni: Sjálfstæðisflokkurinn virðist stikkfrí í umræðunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 20. apríl 2007
Pútín bannar Bolsévíkaflokkinn - ræðst gegn lýðræðissinnum
Jæja, þá hefur Pútin hafið kosningabaráttuna fyrir komandi kosningar með því að láta sér ekki aðeins nægja að handtaka stjórnarandstæðinga, a la Mugabe, og banna þeim að vekja máls á kröfum sínum nema í miklu "hófi", heldur hefur hann nú bannað Bolsévíkaflokkinn".
Ástæðan ku vera sú, að Bolsévíkaflokkurinn, sem Pútin þjónaði (þ.e. kommúnistaflokknum gamla - sama tóbakið) dyggilega hér á árum áður, sé öfgaflokkur!!
Er þá flokkur Pútíns ekki öfgaflokkur, úr því hann ræðst gegn lýðræðinu aftur og aftur? Að vísu er þetta alveg rétt í sjálfu sér, að Bolsévíkaflokkurinn sé öfgaflokkur, en hvar vilja menn draga mörkin?Hvernig skal skilgreina öfgar í stjórnmálum?
Og mega menn ekki vera öfgasinnaðir ef þeir vilja?
![]() |
Rússneska leyniþjónustan boðar Kasparov til yfirheyrslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |