DV

Já, hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gjörir. Ég er alveg hættur að reyna að skilja hvað er í gangi þarna. En niðurstaðan er, meira eða minna, að 365 heldur áfram að eiga sömu miðlana, beint eða óbeint. Og SME snýr aftur til 365, burtséð frá því hvaða samninga hann hafi við Blaðið.  Og ég held áfram að nenna ekki að lesa DV.


mbl.is Útgáfufélag í eigu Baugs og 365 tekur við útgáfu DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja, nú kemst ég í betra form eftir áramótin

Var að fá meil frá Hreyfingu; kynningu á því sem framundan er. Þar segir m.a. frá "nýjum námskeiðum", sem eru eftirfarandi:

Jump fit

Betra form - SEX

Stelpur 13-15 ára

Þjálfun á meðgöngu

 

Já, mér líst ágætlega á þetta þarna nr. 2.  En betra hefði verið, að meðfylgjandi mynd af þeim kvenkynseinkaþjálfara, sem hafa muni umsjón með þessu námskeiði. 


Skúbb: Áramótaskaupið

Ég sat eins og asni í kaffi snemma í morgun, morkinn og varla vaknaður, þegar ég heyrði á tal tveggja manna, sem sögðust hafa heyrt skúbb frá vini sínum, sem frétti frá vini sínum, sem heyrði frá sjónarvotti (einhvern veginn svona), að áramótaskaupið í ár sé ekkert sérstakt svosem; einstaka brandarar sem megi glotta að, stundum reka upp hrossahlátur jafnvel. En í heildina hálf skrítið...fyrir fólk með aulahúmor.

Ég hef ekki hugmynd um einu sinni hverjir semja eða stjórna skaupinu. Mér er eiginlega alveg sama. Á síðasta ári horfði ég á skaupið á netinu, þar sem ég lá í rúmi á hóteli í litlum og skítugum smábæ í Englandi. Þegar það var c.a. hálfnað steinsofnaði ég og vaknaði ekki fyrr en næsta morgun. Vonandi verður skaupið betur aðlagað mínum aulahúmor þetta skiptið.

En annars sel ég ekki sögu þessa dýrara en ég keypti.

Þegar stórt er slúðrað... 

 


Heimsmeistaraeftirherma

Ætli ég fái að kalla mig Vladimir Kramnik?
mbl.is Breti tekur upp nafn Alonso
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður punktur hjá Túrkmenum!

Ok, þetta verða bananakosningar í bananaeinræðisríkinu. En sniðugt samt, að frambjóðendur megi ekki eyða neinum pening nema þeim, sem ríkið skaffar.

ERGO: umorðað á lýðræðismál. Hvernig væri, að í næsta prófkjöri skaffi "flokkurinn", hver svo sem hann er, frambjóðendum ákveðna upphæð til kynningarstarfa og það yrði allt og sumt. Þessi fjáraustur í prófkjörum er algjörlega kominn úr böndunum, svo t.d. hæft fólk kemst ekki að, því það hefur ekki efni á að reka kosningabaráttu.

Og spurning með kosningarnar 2007?


mbl.is Ný kosningalög sett í Túrkmenistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskulegt

Já, ekki líst mér á þetta. Nú á að fara að reisa landnemabyggð nyrst í Jórdandalnum. Ég sé ekki pointið. Til hvers?

Ég fór einu sinni, fyrir forvitni sakir, í stutta heimsókn til Betel-landnemabyggðarinnar, rétt norðaustur af Jerúsalem. Á leiðinni gerðist ýmislegt og sá ég því ekki mikið af staðnum, annað en heilsugæsluna, þar sem ung og falleg hjúkka klambraði mér saman. Ég náði þó að planta einu tré þarna, lítilli plöntu, með aðstoð Marty, móður meðleigjanda míns og aðal hvatamanns ferðarinnar. En þennan eina eftirmiðdag var ég "Snorri í Betel".

En a.m.k., ég vona að þetta leyfi verði dregið til baka og það fyrr en síðar.


Fleiri Kassam-árásir

Jæja, Kassam-flaugunum heldur áfram að rigna yfir Ísrael, þrátt fyrir að vopnahlé eigi formlega að vera í gildi. Síðustu flaugarnar lentu nærri borginni Askelon, þar sem, by the way, liggja fjölmargir Palestínumenn, sem særðust í átökum Fatah og Hamas í síðustu viku. Olmert hefur nú gefið hernum leyfi til að skjóta til baka, en aðeins "lítillega" og á þann stað, þaðan sem flaugunum var skotið frá. Talsmaður Hamas gagnrýndi Ísrael fyrir að vilja svara eldflaugaárásunum og sagðist trúa, að vopnahlé "sé enn í gildi og báðir aðilar skuli virða það, því það sé í beggja þágu."

Skrítið, því hver svo sem bombar þessum flaugum á Ísrael, gerir það með vilja og vitund Hamas, sem gætu stöðvað þetta, sýnist þeim svo. Talsmaður Islamic Jihad hefur áður hafnað vopnahlénu og sagði nú, að vonandi myndu átök við Ísrael leiða til þess, að Palestínumenn hætti að berjast innbyrðis, en þau samtök hafa verið einna áköfust í Kassam-árásunum.

Síðan vopnahléð gekk í gildi heftur a.m.k. 62 Kassam-flaugum verið skotið á Ísrael


Jólasnjórinn

snowJá, þetta er skemmtilegt. Ég man, þegar ég var forðum í námi í Jerúsalem, að þá snjóaði aðeins einn dag fyrst eftir áramótin. Þá kom líka þessi fáránlegi kuldi, sem ég átti erfitt með að meika, enda húsið ekki vel einangrað. Maður sat í teppi, með rafmagnsofninn á fullu, bara til að halda á sér hita. Engu að síður bjó ég í tiltölulega góðu húsi, í íbúð sem Golda Meir hafði eitt sinn átt og búið í.

En hvernig ætli ástandið sé þar sem húsakynnin eru slæm? Og hvernig ætli þeir hafi það, sem verst eru staddir?

Svo vill til, að ég fór einu sinni nokkra daga í sjálfboðamennsku hjá hjálparsamtökum þarna suðurfrá og smelltum við teppum og öðru slíku til fátækra fjölskyldna; fórum með gleraugu til nærsýnna barna, reiðhjól til haltra og fótveikra barna, útdeildum mat, osfrv. Þá var aldrei spurt, af hvaða þjóðerni eða trúarbrögðum viðkomandi væri. Ef deiluaðilar þarna suðurfrá myndu hætta að skjóta hvorn annan, væri meira en nóg hægt að gera við peninginn, sem sparast mundi.

 


mbl.is Snjókoma í Miðausturlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólin hjá Werner Gerlach 1939

 

Jæja, datt í hug að skjóta fram hluta af gömlu handriti, sem ég gróf upp úr hirslum mínum. Vonandi verður þetta upplýsandi fyrir einhverja. Kv. SGBergz

hakakross

Haustið 1939 var annatími hjá Gerlach. Þá sáu menn stríðsbjarma í fjarska og evrópsku stórveldin hófu að leggja smiðshöggin á undir­bún­ing stríðs­rekst­urs. Flota­málaráðuneytið í Berlín sendi skeyti til þýskra skipa á At­lantshafi, hinu sögu­­lega áhrifasvæði Breta, aðvöruðu skip­stjóra þeirra um mögulega árekstra við bresk herskip og skipuðu þeim að leita vars í hlut­lausri höfn. Á haustdögum 1939 komu nokkur þýsk flóttaskip til Reykja­víkur, auk kafbáta og annarra mið­ur vel­kom­i­nna skipa. Þegar í ágústlok birtist hér skipið Erika Hendrik Fisser, skömmu síðar Sardinen og svo bættust þau við eitt af öðru: Hamm, Lübeck og Bianca. Þessi skip lágu nærri hvert öðru á Við­eyjarsundi og biðu ör­laga sinna. Á meðan reyndi Gerl­ach að smygla þeim aftur til Þýska­lands og tókst svo eftir mikið harðræði, eins og Þór Whitehead lýsir í bók sinni Stríði fyrir strönd­um.[1] En Gerlach til mik­illa skap­rauna, neituðu nokkr­ir skip­verja að sigla aftur til síns heima, eink­um af ótta við hafn­bann Breta. Svo fór þó að með hótunum og til­tölum tókst ræð­is­mann­in­um að sannfæra flesta þeirra, en eftir sátu þrír ungir menn af Er­iku Hendr­ik Fisser og kyndarinn af Sardin­ien. Hétu þeir Günth­er Schild (létta­dreng­ur, f. 1923), Waldimar Eck­mann (háseti, f. 1923), Karl Heinz Sal­­ewski (að­stoðar­mað­­ur, f. 1921), og Erich Schleicher (kyndari, f. 1911). Þess­ir menn voru þyrnar í síðu Gerl­achs. Þeir væru ó­vinir Þriðja ríkis­ins og höfðu flúið á brott frá skyldum sín­um, væru lið­hlaupar og svikarar við föður­land­ið. Slíkir menn ættu þunga refsingu skilda að mati ræð­is­mannsins. Gerlach ók því á Benz­­inum sínum til fundar við Stefán Þor­varðs­son.

Að und­ir­lagi Gerlachs lét Hermann Jónasson dómsmálaráðherra vista þá á vinnu­hælinu að Litla-Hrauni. Samkvæmt þröngum laga­skiln­ingi var á­kvörð­un Her­manns réttlætanleg, þótt til dæmis Alþýðublaðið og Þjóðviljinn hefðu gagn­rýnt að­far­ir­nar harka­­lega á mannúðarforsendum.[2] Sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um bar þó að vísa úr landi er­lend­um ríkis­borg­­urum, sem eftir­­lýstir væru í heima­­landi sínu. En hvernig gátu Ís­lend­­ingar sent mennina aft­ur til Þýska­lands, þegar eng­ar samgöngur voru orðn­ar við landið? Auk­in­­held­ur voru ekki í gildi samn­ingar milli Íslands og Þýska­lands um fram­­sal saka­manna, þótt það muni hafa komið til tals um miðj­an fjórða ára­­tuginn, þegar Íslendingar spurðust fyrir um afdrif Óskars Vil­hjálms­sonar garð­yrkju­stjóra Reykjavíkur, en hann hafði flúið réttvísina til Þýskalands, þar sem hann lést síðar í fangabúðum nasista.[3] Því var eðli­legasta lausnin sú, úr því að íslenska ríkis­stjórn­in við­ur­­kenndi ekki rétt þeirra til hjálpar vegna ríkjandi aðstæðna og stöðu þeirra sem flótta­­manna, að koma þeim fyrir á Litla-Hrauni. Lík­legt verð­ur þó að telj­ast, í ljósi sam­skipta ríkis­stjórn­ar­innar og Gerl­achs, að þessi ákvörð­un hafi eink­um verið gerð til að losa ráðamenn við nöldr­ið í Gerlach, sem þeir voru orðnir langþreyttir á að sitja und­ir á dimmum haustkvöldum.

   En ræðismaðurinn var síður en svo laus við ungu flóttamennina. Hann sagði svo frá í bréfi til íslenskra stjórnvalda:

 

Hinir fjórir þýzku sjómenn...hafa, svo sem konsúlatið hefir komizt að raun um, dv­alið yfir jóladagana í Reykjavík. Strax þann 23. des. sáust þeir á veitingahúsinu „Hressingarskálinn" í Austurstræti. Um eftir­mið­dag­inn þann dama dag gerðist einn þeirra meira að segja svo djarfur að spyrj­ast fyrir um innkominn póst á konsúlatinu. Næstu daga sáust þeir hvað eftir annað í bænum. Þeir gistu á sjó­manna­heim­ili Hj­álp­ræðis­hers­ins og fengu greiða á matsölu frú Mörthu Björns­son, Hafnarstræti 4. Nótt­ina milli 25. og 26. desember voru óeirðir hafðar í frammi fyrir fram­an kon­súl­atshúsið og óhreinkaðist þá á hinn versta hátt full­veldismerki þýzka ríkisins á garðs­hliðinu.[4]

 

Og Gerlach vissi hvaðan skotin komu, því hann hafði heyrt það frá njósnurum sínum í bænum, að Wilhelm Beck­mann hafi fengið flokks­bræður sína í Alþ­ýðu­flokkn­um til að láta þá lausa yfir hát­íð­ir­nir. Og sama mann hafði hann grun­aðan um að hafa ver­ið hvata­­manninn að „upp­reisninni á Við­eyjar­­sundi."[5] Svo segir í punkt­um Gerl­achs: „Lið­hlaupa­málið er hneyksli. Um jól­in [var] hlaðið á þá gjöf­um hér í bæn­um. Sagt er að Beckmann hafi fengið frí fyrir þá hjá ut­an­­ríkis­ráð­herr­anum. Beckers segir að einn þeirra hafi sagt þegar hann var spurð­ur hvort þeir gerðu sér ekki ljóst að þeir hafi eyðilagt líf sitt: „Okk­ur langar ekk­ert til að láta skjóta okkur.""[6] Ríkis­stjórnin beiddist und­an því að halda „aurkasts­mál­inu" áfram, en tjáði þó Gerl­ach að Beckmann hafi ekkert haft með lausn fang­anna að gera, held­ur annar „góðvinur" ræðis­manns­ins, Paul Künd­er. En Gerlach var nokkuð sama hvor þeirra átti í hlut. Þór Whitehead segir svo frá:

   

Útlagarnir Beckmann og Künder voru báðir óalandi og óferjandi land­ráða­menn í augum ræðismannsins og hann hafði látið ís­lensku ráð­herr­ana heyra, að hon­um bl­öskraði, að Stefán Jóhann Stef­ánsson utan­ríkis­ráð­herra skyldi dirfast að leggja lag sitt við slíka menn. Til að bíta höfuð­ið af skömm­inni hafði dóms­mála­ráðu­neytið nefnt Künd­er „Þjóð­verja." Eng­inn Þjóð­verji væri til með því nafni í Reykja­vík. Þar byggi reyndar Paul nokkur Christian Künder, en ekki leyfð­ist að nefna hann Þjóð­verja, „þessi pers­óna" hefði ver­ið svipt ríkis­borg­ararétti í Þýska­landi fyrir þrem­­ur ár­um.[7]

 

Künder og Beckmann voru helstu haturs­menn ræðismannsins, einkum sá þeirra, sem Gerlach taldi vera hrein­ræktaðan „aría" og því her­skyld­­an í Þýska­landi. En annars var Gerlach ánægður með árangur hausts­ins. Hann hafði kom­ið særðum kafbátsmanni í öruggt skjól, hj­úkr­­að öðrum og komið fimm flótta­skipum undan, allt í trássi við ís­lensk lög. En mál út­lag­anna skyggði þó á gleði hans, sem birtist í bréfi til Heinrich Himml­ers, en þar kvartar „hann undan „hatri", sem útlagi einn hefði lagt á sig: „Mað­­­ur þessi, sem væri ,komm­únisti' og ,njósn­ari Breta', hefði spillt nokk­­­uð fyrir starfi þeirra." Hér átti hann vísast við Beck­mann, sem var þá undir vernd Stefáns Jóhanns Stefánssonar.[8]

   Frásögn Gerlachs af Reykjavíkurferð strokumannanna er í meginatriðum rétt, þótt dálítið hafi slegist til í heimilda­söfnun hans, því samkvæmt fang­elsis­bók Litla-Hrauns og yfirheyrslum yfir mönnunum, höfðu þeir farið frá vinnu­hæl­inu á aðfangadag og haft það náðugt yfir jólahátíðina í Reykjavík. Frásögn þeirra er mjög trúverðug, því gistiheimili Hjálpræðishersins lokaði klukkan eitt eftir mið­nætti, klukkutíma áður en aurkastið átti sér stað við Túngötu 18. Sam­kvæmt vitnisburði fjórmenninganna hafði „fimmti maðurinn" veitt þeim félags­skap þá um kvöldið og reyndar gaukað að þeim víni. Var þar á ferðinni góð­kunningi Gerlachs, útlaginn Beckmann, sem þótti dá­lítið hallur undir Bakkus og hafði setið að sumbli með öðrum útlögum allt kvöldið, fyrst hjá vini sínum Künder og síðan hjá Albert Klahn.[9] Þeir félagar heimsóttu síðan Kurt Sonnen­feld tann­lækni, sem bjó á Öldugötu, og saman fóru menn þessir niður á Tún­götu og skyldu eftir sig menjar.

Jólin 1939 stóðu því ekki undir væntingum Werners Gerlachs.

  

 

[1] Þór Whitehead: Stríð fyrir ströndum, 278-293.

[2] „Ósæmileg meðferð"; „Er þetta íslensk gentlemennska?" Alþbl. 25. okt; 20. nóv. 1939. Þjóðviljinn ræddi þetta mál einnig í sama dúr.

[3] Þessar upplýsingar koma frá Ásgeiri Guðmundssyni sagnfræðingi, sem rannsakað hefur líf og störf Óskars, sem síðar átti eftir að láta lífið í fangabúðum nasista.

[4] ÞÍ. UR. db. 2/965: Gerlach til Hermanns Jónassonar, 28. des. 1939.

[5] Þór Whitehead: Stríð fyrir ströndum, 284.

[6] ÞÍ. UR. „Þýska konsúlatið 1896-1988", Punktar Gerlachs. Nafn Þjóðverjans er rangt lesið hjá breskum þýðendum. Arthur Beikers var þýskur sjómaður, sem settur hafði ver­ið veikur á land.

[7] Þór Whitehead: Milli vonar og ótta, 56-58. Gerlach skrifaði: „Þó að konsúlatið verði þess vegna að áskilja sér rétt til frek­ari skýringa í þessu sambandi þar til síðar, þá þarfn­ast þó eitt atriði í bréfi dómsmálaráðuneytisins leiðréttingar, nefnilega það, að Künder...sé þýzkur ríkis­borgari. Konsúlat­inu er ekki kunn­ugt um neinn þýzkan ríkis­borgara á Íslandi með því nafni, en aftur á móti hefir konsúlatið komizt að raun um, að viss Paul Christian Künder, fæddur 17. okt. 1897 í Wands­bek, hafi verið sviptur þýzkum ríkis­borgararétti með yfir­lýsingu 2. des. 1936... ÞÍ. UR. db. 2/965: Gerlach til ríkis­stj­órnar Íslands, 9. janúar 1940.

[8] Þór Whitehead: Stríð fyrir ströndum, 288-289. Björn Th. Björnsson, símtal 17. sept 1997.

[9] ÞÍ. DR. db.....Sama heimild, Endurrit af útskrift úr dómsmálabók Árnessýslu, 15. febrúar 1940.


Sannir karlmenn=fjöldamorðingjar?

"Ég fórna mér. Ef það er vilji guðs, mun hann skipa mér með sönnum körlum og pislarvottum." Saddam Hussein.

Hvurs lags kjaftæði er þetta eiginlega í kallinum. Er það sönn karlmennska að myrða þúsundir manna með köldu blóði og stjórna merkilegu menningarríki með járnaga og kúgun?

Hussein virtist vera sterkur karakter, mikill leiðtogi (en siðlaus?). En þegar vopnin voru tekin frá honum, hvað kom þá í ljós? Jú, "kelling". Ræfill. Siðblind kveif, eins og Hitler og fleiri morðóðir einræðisherrar, sem reyndust kveifar þegar kúgunarvopnin voru tekin af þeim.


mbl.is Hussein segist „reiðubúinn að fórna sér"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband