Þetta er sjúkt!

Hvurslags eiginlega vitleysisgangur er hér á ferðinni. Kona komin á ellilífeyrisaldur ákveður að lífga upp hjá sér ellina með því að eignast barn...og eignast tvíbura.

Þetta er sjúkt.


mbl.is 67 ára spænsk kona eignast tvíbura
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur lætur gamminn geisa

Sá Össur Skarp í dag, þar sem hann kíkti í heimsókn á Friðriksmótið í skák. Ég var eitthvað annars hugar og tók ekki eftir honum, svo hann kallaði á mig og spurði, hvort ég heilsi ekki vinstri mönnum? Ja, það fer nú eftir því hvaða vinstri menn eiga í hlut; en Össur er ágætur, þó auðvitað eigi hann að fylgja Hrafni Jökulssyni yfir í Sjálfstæðisflokkinn.

En af þessu tilefni langar mig að reyna að endursegja brandara, sem Össur á að hafa sagt sjálfur, og um sjálfan sig.

Málavextir voru þeir, að Össur var víst staddur í París á umhverfisráðstefnu, í þá gömlu góðu daga. Með honum var aðstoðarmaður hans, (held það hafi verið Árni Páll síhleraði), og fóru þeir út á veitingastað á milli funda og pöntuðu sér skjaldbökusúpu. Tíminn líður og ekkert gerist, og þjóninn gefur þeim vín hússins í sárabætur fyrir töfina. En tíminn líður, og líður, og ekkert gerist. Össur sendir þá Árna fram í eldhús, að athuga hvað sé eiginlega að gerast.

Árni gengur að hurðinni og sér inn um "kýraugað" hvað kokkurinn er að reyna að hrista skjaldbökuna út úr skelinni, en ekkert gengur. Aha, þar er komin skýringin á töfinni. En Árni hefur ráð undir hverju rifi og gengur inn, réttir kokkinum saxið, leggur skjaldbökuna á borðið og biður kokksa að vera tilbúinn að höggva hausinn af skjaldbökunni. Jája, kokkurinn hlýðir þessum skrítna útlendingi.

Árni treður þvínæst puttanum á kaf í þarminn á skjaldbökunni og rekur hún þá hausinn undan skelinni og kokksi heggur hann af. Hann spyr síðan Árna, hvar hann hafi lært þetta trix. Árni tekur kokkinn með sér að dyrunum, bendir á Össur og segir:

"Sérðu þennan feita þarna með Amish skeggið?"´

"já" svarar kokksi.

"Hvernig heldurðu", bætir Árni nú við, "að ég hnýti á hann þverslaufuna?"

Ég varð bara að segja þennan. Það er auðvitað algjör snilld, að stjórnmálamaður skuli þora að segja svona um sjálfan sig! Klappbroskall fyrir húmoristann með Amish skeggið.


Bush + Byrgið

Aha, svo Bush fór í BYRGIÐ. Wink
mbl.is Bush fluttur í byrgi vegna óveðurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar Saddam gerðist njósnari CIA!

Don'tEatSaddam Hussein Abd al-Majid al-Tikriti  fæddist 28. apríl 1937 í bænum Al-Awja, nærri borginni Tikrik, inn í fjölskyldu súnníta. Faðir hans, Hussein Abd´ al-Majid stakk af þegar Saddam var enn í móðurkviði og skömmu síðar lést eldri bróðir hans, 13 ára, úr krabbameini. Móðir hans gat ekki séð ein um strákinn og sendi hann til bróður síns, Khairallah Talfah, sem ól Saddam upp fyrstu þrjú árin. Móðir hans giftist þá aftur, manni að nafni Ibrahim al-Hassan, og eignaðist með honum þrjá sonu; en a.m.k. tveir þeirra sitja nú í fangelsi í Írak, fyrir þátt sinn í ógnarstjórn Saddams. En Hassan var vondur við Saddam litla, sem flúði tíu ára gamall til Talfah, sem ól hann upp og veitti honum síðar dóttur sína að konu.

Talfah þessi var maðurinn sem bjó til Saddam. Hann var ákafur og róttækur þjóðernissinni, af þeim hópi sem stutt hafði Möndulveldin í seinni heimsstyrjöld og staðið m.a. að byltingu í Írak, en Bretar höfðu barið hana niður og komið Hashemítum aftur til valda, þ.e. af þeirri ætt, sem nú ríkir í Jórdaníu. Saddam var um tvítugt þegar hann gekk í Baath flokkinn, flokk þjóðernissósíalista, sem höfðu þá stefnu að sameina Araba í einskonar þjóðernislegt kalífadæmi; nýtt stórveldi, sem staðið gæti uppi í hárinu á Vesturlöndum og öðrum óvinum.

En síðan komst Nasser til valda og byltingaraldan barst víða um Miðausturlönd. 1958, ári eftir inngöngu Saddams í Baath-flokkinn, gerðu herforingjar, undir stjórn Abdul Karims Kassims byltingu og steyptu Faisal II Hashemíta. Þeir frændur voru af ýmsum ástæðum andvígir hinni nýju stjórn og var Saddam þátttakandi í tilraun til að ráða Kassim af dögum, með stuðningi Bandaríkjanna, enda hafði Kassim farið að halla sér að Sovétríkjunum. Saddam særðist á fæti, en komst undan til Tikrit, með aðstoð CIA (!!) og egypskra leyniþjónustumanna. Hann komst til Sýrlands og þaðan áfram til Beirút, þar sem hann fór í þjálfun hjá CIA, og áfram til Egyptalands. Þá, 1959, var Saddam Hussein útsendari CIA og þarmeð Bandaríkjastjórnar. En fljótt skipast veður í lofti. Þetta merkilega mál er rakið hér, lesendum til glöggvunar, en um ævi og störf Saddams má einnig fræðast á Wikipediu.

 


Saddam allur

Jæja, ætli ég verði ekki pólítískt ranghugsandi og segi: Gott á hann. Hann átti ekkert betra skilið. Ég skil hreinlega ekki, hvernig menn geta verið andsnúnir því, að Saddam, þessi erkimorðingi, taki út refsingu sína. Hann á enga miskunn skilda, enda sýndi hann sjálfur miskunnarleysi og grimmd, og leyfði sonum sínum að lyfta sér yfir lögin og fremja skelfilega glæpi án ábyrgðar.


mbl.is Saddam Hussein tekinn af lífi í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreindýr?

Forðum var dýrum skipt í tvo hópa: hrein dýr og óhrein dýr. Hinu hreinu dýr mátti eta, ekki hin. Því  er í mínum huga ekkert að því að veiða hrein dýr...til þess eru þau þarna...en þá aðeins til matar.

En hins vegar finnst mér andstyggilegt að menn geri sér það að leik, að veiða dýr sér til skemmtunar. Maður spyr sig, hvort þeir náungar, sem fara á fjöll austur á landi, séu virkilega að veiða sér til matar eða fyrst og fremst upp á sportið.

Mig grunar, að hið síðarnefnda sé ríkari þáttur í hreindýraveiðum um þessar mundir.

Ergo: ég gef ekki mikið fyrir þetta flangs.


mbl.is Heimilt að veiða 1.137 hreindýr árið 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löggurnar okkar!

Ég hef stundum undrast, hversu snöggir löggukallarnir okkar eru stundum að upplýsa mál, handtaka ræningja og átta sig á flókinni atburðarás. Oft sér maður fréttir um, að menn hafi verið handteknir nokkrum klst. eftir að glæpur var framinn. Það finnst mér góð vísbending um, að þrátt fyrir fjárskort og fáliðun, er löggan að standa fyrir sínu.

Þetta 11-11 rán er einmitt þeirrar tegundar, að maður fyllist lotningu fyrir löggunni. Hvernig fóru þeir að því að finna út, að ránið var "sviðsett"? Hvaða upplýsingar lágu þar að baki? Eru löggurnar okkar kannski ekkert verri en þær í CSI, NYPD og öðrum slíkum þáttum.

En það furðulegasta er, að nokkrar tugir þúsunda voru í kassanum á 11-11. Ég hélt að menn væru löngu hættir að versla þar, nema í brýnustu neyð, vegna þess háa verðlags, sem þar þrífst.


mbl.is „Rán" í Garðabæ reyndist vera sviðsett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kommarnir alltaf eins...

liljaSammála Gunzó nýbloggara, að gömlu kommarnir reyni að koma sínu fólki að, en láta efnilegasta og besta nýliða flokksins, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, í Kragann. Jæja, ég hélt ég ætti aldrei eftir að segja það, en ég vona að kommarnir fái amk einn þingmann í Kraganum...og kannski væri ágætt að "kommarnir" næðu tveimur, og það á kostnað stefnulausa flokksins -- hins sósíalistaflokksins.


mbl.is Ögmundur leiðir lista VG í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gassprenging til skemmtunar

"Segir Pitt það skemmtilegasta sem hann viti er þegar Shiloh leysir vind."

Brad leiðist greinilega mikið, úr því það skemmtilegasta sem hann veit um er, að sjá ungabarn sprengja gas. 

 


mbl.is Brad Pitt ánægður í föðurhlutverkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr frambjóðandi Frjálslynda flokksins?

Ja, þessi kann a.m.k. fleiri orð en Magnús Þór Hafsteinsson og Sigurjón goði...og hefur þar að auki skopskyn.
mbl.is Vísindamenn agndofa yfir miklum orðaforða páfagauks með húmor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband