Sunnudagur, 7. janúar 2007
Glópasilfur Egils
Þetta var nokkuð skemmtilegt hjá Sóleyju, það sem hún skrifaði um Silfur Egils. Þó ég sé ekki sammála öllu hjá henni, er þetta nokkuð skemmtilegt. Þar segir hún m.a.:
- Svandís fékk að vera með strákunum. -Var að sjálfsögðu flottust og best!
- Björn Ingi talaði ítrekað um Vinstri græn. Virðist vera að fatta hvernig íslensk málfræði virkar!
- Össur staðfesti stefnuleysi Samfylkingarinnar í umhverfismálum.
- Egill er ekkert að skána sem þáttastjórnandi, umræðan varð að óbærilegum hávaða á köflum þar sem ekki var mögulegt að greina orðaskil fjögurra æstra karla. Svandís tók að sjálfsögðu ekki þátt í fíflalátunum.
Þetta er nokkuð skemmtilegt yfirlit. Jú, Svandís fékk að vera með strákunum og var flottust...og stóð sig mjög vel að venju. Það er stór skömm að því, að svona sterk og glæsileg kona skuli hafa farið í "rangan" flokkskjaft. Og Björn Ingi er að óttast að VG komi á biðilsbuxunum að Sjálfstæðisflokknum, eins og hann skrifaði um nýlega á blogginu, og var með VG aðeins í flimtingum, og ekkert að því svosem. En það er rétt að Samfó hefur enga alvöru umhverfisstefnu...frekar en stefnu í öðrum málum. Og Egill skánar ekkert. Og það er rétt, að Svandís kunni mannasiði, hinir gjömmuðu hverjir fram í aðra. En ég sakna, að Sóley skuli ekki hafa nefnt ýmislegt annað, sem þarna fór fram, t.d. Guðna og ýmislegt úr samræðunum á Vettvangi dagsins.
Egill má þó eiga það, að hann fattaði, og sumir aðrir þarna líka, að VG hefði sett þungu byssurnar, Ögmund og Guðfríði Lilju, í Kragann til að herja á m.a. atkvæði í Hafnarfirði vegna klofnings í Samfóinu vegna stækkunar álversins í Strumsvík.
En persónulega held ég, að það sé að koma tími á Egil....eða a.m.k. að hann fái aðeins að tala í ákveðinn tíma í eigin þætti, og hætta á gjamma frammí.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.