Þjóðfundurinn

Hefði bara dugað að gera eins og 1851, koma saman og hrópa: "Vér mótmælum allir".

En kjarni niðurstaðna fundarins kemur fram í:

"Fyrir hádegi fjölluðu þjóðfundargestir um það hvaða gildi við Íslendingar ættum að hafa að leiðarljósi og varð heiðarleiki þar efstur á blaði. Þar á eftir kom jafnrétti, virðing og réttlæti."

Ljóst að meirihluti fundarmanna hefur komið úr hópi nýbúa. Ég hef enga trú á því að þetta skili neinu, ekki frekar en pólítískt spjall Halla og Ladda við Pál Óskar í gufubaði Vesturbæjarlaugar.

Sósíalíska einræðisstjórnin mun auðvitað glotta að þessum gemsum, ég meina, síðan hvenær hafa vinstri stjórnir haft áhuga á skoðunum almennings (nema auðvitað í skoðanakönnunum!)


mbl.is Fólk logandi af áhuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Hópi nýbúa? Hvaða raus er þetta í þér? Síðan hvenær hefur það verið slæmt að hópur fólks sendi frá sér hugmyndir um hvert stefnan skuli verða tekin?

Þórgnýr Thoroddsen, 15.11.2009 kl. 12:59

2 Smámynd: Snorri Bergz

"...heiðarleiki þar efstur á blaði. Þar á eftir kom jafnrétti, virðing og réttlæti."

 Passar þetta við Íslendinga?

Snorri Bergz, 15.11.2009 kl. 13:00

3 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Þetta eru gildi sem fundarmenn sammæltumst um að yrðu í fyrirrúmi í komandi umræðum.

Þórgnýr Thoroddsen, 15.11.2009 kl. 13:01

4 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Restin af gögnunum eru ekki útgefin enn. En þau verða það.

Þórgnýr Thoroddsen, 15.11.2009 kl. 13:09

5 Smámynd: Snorri Bergz

Gott. Ég var bara að skjóta á, að við Íslendingar erum því miður ekki heiðarlegir (amk höfum ekki verið - stendur vonandi til bóta), og hitt er heldur ekki ofarlega á blaði hjá okkur.

En ég efast því miður að þjóðarsálin íslenska breytist mikið á næstunni, held að við séum búin að skemma okkur það mikið...

Snorri Bergz, 15.11.2009 kl. 13:11

6 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Það má reyna. Allavega batnar ekkert ef við reynum ekkert.

Þórgnýr Thoroddsen, 15.11.2009 kl. 13:14

7 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Þjóðfundur er flott framtak !  Þó  læðist að manni sá grunur að FjórKlanið staSveinbjörn Ragnar Árnasonndi að þessu öllu saman, á bakvið tjöldin.  Nú þarf að deyfa mannskapinn niður.  Því ekkert er gert fyrir skuldug heimili og því er Þjóðfundur málið.  Ekki er verra að láta Gjaldþrotakallinn í OZ stýra öllu bixinu. Fólk er svo auðtrúa, sjáið hvernig bankamenn plötuðu almenning og eru enn að plata almenning. Íslendingar læra ekki, þeir eru meðvirkir stjórnmálamönnunum. 

Íslendingar  láta stjórnmálamenn og flokka plata sig ítrekað. FjórKlanið er með mikinn móral, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sennilega spilltustu stjórnmálaflokkar á Norðurhveli jarðar veita nær enga stjórnaranstöðu, þeir eru með of mikinn móral.  Búnir að leggja grunninn að glötun einnar þjóðar. Því er nær engin stjórtnarandsstaða og vinstri flokkarnir hella yfir okkur almenning ógeði útrásarmanna og bankaeigenda þeirra fyrrverandi. Þeir eru allir góðir, gamlir  og gildir  vinir FjórKlansins.

Hvernig er hægt að reka landið mitt í gjaldþrot á aðeins 66 árum.  Landið mitt er gjöfult og miðin full af sjávargulli?  Jú ég hef komist að svarinu.   Stjórnmálaflokkarnir, (FjórKlanið),  sjá til þess að tiltölulega lítill hluti þjóðarinnar hefur  völdin, stjórnar og á peningana. Eftir Miklahvell s.l. haust á eingöngu að endurreisa þennan litla hluta vina FjórKlansins og fjármálseiganda við, sem ég tel vera c.a. 3-5% þjóðarinnar.   Þetta er gert beint fyrir framan augum almennings. 

 Því er mikilvægt að meðvirkt fólk  sjái að sér og taki hagsmuni sjálfs síns og hins almenna Íslendings og ráðist gegn þessu kerfi sem á sér upphaf  og hefð   í gegnum stjórnmálaflokkanna á Íslandi.

Til að greiða uppí skuldir óreiðumanna hefur verið ákveðið af FjórKlaninu að láta almenning endurbyggja FjórKlanið og fjármagnseigendur. Á innan við sólarhring tryggði Samfylking og Sjálfstæðisflokkurinn fjármagnseigendum og FjórKlaninu  framhaldslíf.  Geir og Ingibjörg og reyndar fleiri þarf að færa fyrir  Landsdóm.  Skaði þeirra við stjórn landsins er margvíslegur, fólksflótti, hörmungar fjölskyldna, atvinnuleysi, vonleysi og fl., en  fjármagnseigendur geta klappað  þeim lof í lófa um ókomna tíð

FjórKlanið hefur  stjórnað Íslandi með sameiginlegu ábyrgðarleysi alltof lengi og við almenningur horft á aðgerðarlaus.  Því væri réttast að almenningur myndi byrja á viðamesta vandamáli  Íslands.  Að brjóta niður fjórflokksmúrinn.  FjórKlanið er helsjúkur. Nú á  erfiðum tímum, gengur fjórflokkurinn  laus  með einhverja lægstu greindarvísitölu í manna minnum, (var reyndar ekki mælt þegar Sigmundur Ernir var í glasi).  Því ríður á að gera  viðamiklar breytingar á stjórnháttum á Íslandi. Það yrði gert með því að brjóta fjórflokksmúrinn niður, helst fyrir ársbyrjun 2010. Stórt fallegt land með fáa íbúa hefur ekki efni  á FjórKlaninu  öllu lengur. 

Stöðuveitingar í gegnum fjórflokkinn hefur tryggt að enginn á að geta brotið niður fjórflokkinn.

Það, hve ástand Íslands er orðið flókið, stafar af því að stjórnmálaflokkarnir krefjast stöðugt tryggingar fyrir því að almenningur ráðist ekki á samtryggingarkerfi stjórnmálaflokkanna. Því brenna eignir almennings upp, gjaldborg fjármagnseigenda var tryggð í boði FjórKlansins. Gerendur geta og vilja ekki borga skaðann, almenningur skal greiða fyrir sukkið, sama hvað það kostar, nema ef vera skyldi að fjórflokkurinn myndi missa völdin. Því er verkið ærið, leggja þarf fjórflokkinn að velli. Það verður gert með óeirðum og byltingu. Það er eina von almennings að hér verði stokkað upp og gefið á garðana af sanngirni. Stefnum á að það verði afgreitt fyrir árið 2010. 

Niður með fjórflokkinn, byltingu strax.

Dæmi: Það sagði við mig einn góður vinur  minn, að Íslendingar væru sennilega eina þjóðin í heiminum sem myndi keyra fullir ef engin viðurlög væru fyrir því, reyndar talaði hann um allt 70% þjóðarinnar. Fólk væri bara akandi úti blindfullt ef engin væru viðurlögin. Íslendingar eru hugsanlega mjög sérstakt fólk meðvirkt stjórnmálamönnum.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 15.11.2009 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband