Heilagt stríð um Sómalíu?

islamism Eins og ég ræddi nýlega er islamismi, þ.e. heittrúarhyggja íslams að hætti Hamas og skyldra hreyfinga, í sókn bæði í Evrópu og í heimi íslams. Meðal annars ræddi ég þar um tvískiptingu heimsins, í íslamskri guðfræði, annars vegar dar al-islam (heimur íslams) og hins vegar dar al-harb (heimur stríðs), þar sem múslimum beri skylda til að endurheima allt það land, sem eitt sinn var í heimi íslams, en hafi nú fallið í hendur krossfara, þar á meðal þar sem nú er Ísrael, Spánn, og nokkur ríki eða landsvæði innan ríkja við Miðjarðarhafið.

En nú er Sómalía komið til sögunnar. Þar ríkir, formlega séð, ríkisstjórn innfæddra og veit ég ekki betur en að hæstráðendur þar séu múslimar, eða að a.m.k. eigi múslimar þar verðuga fulltrúa, þó ekki séu þeir "íslamistar". En menn þessir ríkja í skjóli eþíópískra hersveita, en Eþíópíubúar börðust á sínum tíma harkalega gegn útbreiðslu íslams og héldu fornum siðum sínum. Því segir einn helstu foringja Al-Kæda að nú sé þörf á heilögu stríði í Sómalíu, rétt eins og í Írak, Afghanistan og víðar, þar sem hinir vantrúuðu ráði, eða hafi hersveitir staðsettar á "heilögu landi múslima". Hann segir m.a.:

Ég tala til ykkar í dag á sama tíma og eþíópíska krossfaraliðið saurgar mold hinnar elskuðu íslömsku Sómalíu. Ég hvet hina múslímsku þjóð Sómalíu til að halda áfram baráttunni, sem háð er á vígvelli krossfaranna fyrir tilstuðlan Bandaríkjanna og bandamanna þeirra og Sameinuðu þjóðanna í bandalagi þeirra gegn íslam og múslímum. Gerið þeim fyrirsát, leggið jarðsprengjur, gerið hóp- og sjálfsmorðsárásir uns þið sigrið þá eins og ljónin sem sigra og neyta bráðar sinnar.

Þetta er orðin eins og rispuð plata. Múslímar skulu leggja undir sig heiminn, samkvæmt sömu hugmyndafræði, og er það "frelsun" landa í dar al-harb. En þegar vantrúaðir vinna t.d. aftur lönd, sem þeir áttu áður og múslimar höfðu haldið, snýst dæmið við. Múslimar hafi því forréttindi umfram aðra í heiminum, þ.e. múslimar eigi að stjórna heiminum og innleiða sharía - íslömsk lög. Allt annað er óréttlæti.


mbl.is Zawahri hvetur íslamista til bardaga í Sómalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband