Þjóðnýting

Mikið er þetta yndislegt. Nú fá sósíalistaflokkarnir færi á að hrinda í framkvæmd fornri stefnu sinni um að þjóðnýta allt sem hægt er að þjóðnýta. Þetta orð er reyndar rangnefni; hér er verið að tala um ríkisvæðingu. Það er nefnilega munur á "ríki" og "þjóð", t.d. eru sumir þegnar ríkisins ekki í ríkiskirkjunni, en eru þó hluti af þjóðinni. Síðan eru sumir aðilar, sem tilheyra íslensku þjóðinni, búsettir erlendis og hafa jafnvel erlent ríkisfang.

En ókídókí, nú skal ríkisvæða eins mikið og hægt er. Steingrímur Joð hlýtur að vera með bullandi bóner yfir þessu og mun ábyggilega lesa mannasiðabók Egils "Þykka" Gilzeneggers í kjölfarið.

En ömurlegt að sjá hvernig ríkisstjórnin ætlar að ganga endanlega frá Íslandi. Priceless! Mastercard er fyrir allt annað.

 


mbl.is Þjóðnýting blasir við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var það nú ekki gamla góða Íhaldið sem ríkisvæddi fjármálageirann nánast eins og hann lagði sig?

Og síðan voru fjölmörg stór fyrirtæki ríksvædd í gegnum þessa ríksbanka eins og Hekla.´

Karma (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 13:00

2 Smámynd: Snorri Bergz

Samfóið var nú með. En þetta var víst nauðsynlegt, til að bjarga málum, en bankarnir verða ekki að eilífu í ríkiseigu, eins og t.d. gerðist þegar vinstri menn þjóðnýttu Íslandsbanka 1930.

En síðan er munur á að þjóðnýta þegar þjóðarhagsmunir eru í húfi, eða þjóðnýta bara til að fá kikkið úr því, eins og sósíalistar gera.

Snorri Bergz, 30.10.2009 kl. 13:03

3 identicon

Jújú Samfó var með, hvað með það? Varla ætlastu til þess að Íhaldið verði hreinsað af öllu sem þeir gerðu vegna þess að þeir voru ekki einir að stjórna?

Þú meinar sem sagt að þegar Íhaldið ríkisvæðir fyrirtæki þá er það af nauðsyn en þegar einhver annar gerir það þá er það til að fá kikk út úr því? Fyrirgefðu en ég hélt að þú værir að tala um þetta af alvöru.

Fyndið samt að heyra stoltan Íhaldsmann inn að beina býsnast yfir vegtollum og kalla það skelfilega ríkisvæðingu. En mæra síðan stærstu ríkisvæðingu allra tíma á Íslandi (og sennilega í allri Evrópu eftir stríð) vegna þess að það var til að "bjarga málunum" bara vegna þess að það var "rétti" flokkurinn sem stóð að því.

Karma (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 17:30

4 Smámynd: Snorri Bergz

Jú, Samfó var með. Nei, enginn ætlast til að "íhaldið" verði "hreinsað af öllu". En hins vegar hefur Samfóið talið að rétt væri að "hreinsa það af öllu". Það er einmitt atriði sem pirrar mann óstjórnlega. Samfóið virðist ekki geta eða vilja bera ábyrgð á neinu.

Bankarnir, það var talið á sínum tíma, af báðum stjórnarflokkunum og öðrum á alþingi, að þessi "bankabjörgun" væri nauðsynleg. Ég hef ekki þekkingu til að dæma hvort svo hafi verið. En það töldu víst allir þingflokkar, meira eða minna, að þetta þyrfti að gera til að bjarga amk einhverjum verðmætum.

Vil síðan benda á að Íhaldsflokkurinn lagðist af 1929, ári áður en kommúnistaflokkurinn var stofnaður. Þá get ég víst kallað þig kommúnista, er það ekki?

En ég var ekki að býsnast yfir vegtollum, heldur því að núverandi stjórnvöld vilja helst koma puttunum yfir sem flest, t.d. Hvalfjarðargöng, eða lastu ekki fréttina? Ég er á móti vegtollum, það segir sig sjálft, en ég er meira á móti þjóðnýtingu Spalar eða Hvalfjarðarganga.

En þessi athugasemd þín er með ólíkindum ómerkileg, ósanngjörn og ekki á vetur setjandi. En vinsamlegt komdu fram undir nafni ef þú vilt ræða málin frekar. Ég nenni ekki að tala við drauga.

Snorri Bergz, 30.10.2009 kl. 17:46

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Samfylkingin er samfélagsmein. Þeir geta bent á Sjallana. Þeir geta bent á Framsókn. Þeir geta bent í allar áttir. Ekkert breytir þó þeirri staðreynd að Samfó og tilheyrandi hyski er landsins versta plága síðan Svartdauði lagði hér umtalsverðan hluta þjóðarinnar að velli.

Það stefnir í að Samfylkingin nái jafnvel að toppa Svartadauða. Þar átti þó amk hluti þjóðarinnar séns.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 30.10.2009 kl. 17:52

6 Smámynd: Snorri Bergz

Hér faldi ég athugasemd, ég nenni ekki að ræða við menn undir dulnefndum eða hálfu nafni.

Fékk nóg af dulnefnum með "nafnlausa admin" á Skákhorninu. Nenni ekki að ræða við þá sem ekki þora ekki að skrifa undir nafni.

Snorri Bergz, 30.10.2009 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband