Evrópusambandið óttast hryllinginn, eða...?

Já, Evrópusambandið virðist þó, þrátt fyrir allt, ætla að hafa vit á því að gefa Bretum frí frá þeirri ábyrgð, að leiða Fjórða ríkið fram á vettvang sögunnar. Sennilega er Tony Blair ekki nógu ógnvænlegur, en venjulega eru stjórnendur einræðisríkja fanatískir fangabúðaperrar sem víla ekki fyrir sér að fjarlægja meinta eða raunverulega andstæðinga sína eða "ríkisins".

Blair virðist ekki nógu grimmur til að geta tekið þetta hlutverk að sér. Gordon Brown hefði vissulega verið betri í þetta hlutverk, enda lítur hann út eins og hringjarinn frá Notre Dame, nýkominn úr lýtaaðgerðinni, þar sem "humpið" hefur verið fjarlægt. Þar að auki er hann grimmur og vílar ekki fyrir sér að setja smáþjóðir í gettó og kúga þær til hlýðni. Þar fer framtíðarleiðtogi Fjórða ríkisins, en hann vill ekki yfirgefa hið litla konungsríki sitt. 

En ég verð þó að viðurkenna, að ég skil ekki alveg af hverju Blair þykir ekki nógu grimmur til að annars formlega stofnun Fjórða ríkisins. A.m.k. virðist hann hafa hrætt upp úr skónum ungmenni nokkur sem voru að dandalast úti í skógi um hánótt.

 


mbl.is Vonir Blairs dvína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband