Flashback

Á RUV birtist eftirfarandi frétt:

22 ferðamenn lokuðust inni í Cango-hellunum í Suður-Afríku þegar nokkuð breiðvaxin kona hrasaði á leið út um þröngan innganginn. Konan sat föst í tíu klukkustundir.

Meðal þeirra sem lokuðust inni, var sykursjúkur maður og tvö astmaveik börn. Björgunarmanni tókst að skríða yfir konuna með insúlín, vatn, súkkulaði og teppi meðan félagar hans reyndu að losa stífluna. Með því að smyrja konuna og klettana í kringum hana með matarolíu, tókst að lokum að draga hana út. Kostnaður við björgunina nemur sem svarar 400.000 íslenskum krónum.

Í fyrsta lagi er þetta svolítið skondið, þó alvarlegt hafi verið, en fyrir mig snertir þessi saga gamlar minningar. 1995 var ég staddur með vinum minum í Egyptalandi og fórum við m.a. að skoða píramídana á Giza. Fórum við inn í einn þeirra, eftir þröngum gangi, og loftlitlum. Á leiðinni út gerðist það, að bandarískir túristar komu á móti og einn þeirra, frekar þéttur á velli, sat fastur í ganginum og við, sem vorum á útleið, urðum að bakka í átt að loftopi, til að kafna ekki. En eftir á gátum við hlegið að þessu; rétt eins og ég er viss um, að gerðist þetta skiptið í Cango.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband