Eru Danir ekki umburðarlyndir?

Einhverra hluta vegna hefur mér fundist, að Danir væru meðal umburðarlyndustu þjóða. Þar í landi er umborið ýmislegt, sem er ekki endilega gert annars staðar. Ég verð því að viðurkenna, að ég skil ekki þessa yfirlýsingu Margrétar Þórhildar. Umburðarlyndi felst ekki í því, að samþykkja hvað sem er. Maður, sem umber t.d. hrúgur af drasli á heimili sínu, er ekki umburðarlyndur, heldur latur að taka til eða á erfitt með að láta aðra taka til eftir sig.

Ég átta mig því ekki alveg á, hvað það er, sem Danir verða að umbera meira en nú er gert? En mig grunar þó, að þar eigi hún við útrás Íslendinga. Danir umbera margt, en eiga greinilega erfitt með að umbera, að gamla hjálendan er að kaupa upp  það sem feitast er á stykkinu í Danmörku. Sjálf herraþjóðin er komin í vinnu hjá Íslendingum.

Nú er af sem áður var, þegar danski kaupmaðurinn hreytti úr sér við íslenska drenginn: "Mældu rétt strákur".

 


mbl.is Danadrottning segir Dani verða að temja sér meira umburðarlyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband