Sjóræningjar?

piratesJæja, þetta kemur nú ekki á óvart. Tónlistarútgefendur í Bandaríkjunum ætla að höfða mál gegn rússneskum sjónræningjum. En frekar finnst manni kröfurnar háar hjá þeim, og er þetta farið að minna svolítið á þankagang Jóns Ólafssonar forðum, sbr. eftirfarandi:

Fyrirtækið hefur svarað því til að hljómplötufyrirtækjum sé frjálst að höfða hvers kyns mál sem þeim sýnist. AllofMP3 sé hins vegar starfrækt í samræmi við rússnesk lög og hafi ekki bækistöðvar í New York þar sem málið var höfðað. Málsóknin hafi því enga þýðingu.

Kunnuglegt stef? Nú, jæja, en þetta vandamál er ekki bundið við netið eingöngu. Þegar ég var í Moskvu síðast, 2004, kom ég á gríðarstóra markað, þar sem aðallega voru seldir diskar með músík eða myndum, þ.e. CD og DVD. Þetta var ódýr vara, en gæðin ekki alltaf mikil. Þó gat ég ekki á mér setið að kaupa nokkra ódýra diska; t.d. heildarsafn Elvis, heildarsafn Bítlana, heildarsafn Simon og Garfunkels í útgáfum, sem virtust löglegar. En maður hafði ekki verið þarna lengi þegar maður fattaði, að vísast væri hér ekki farið alveg eftir settum lögum og reglum, a.m.k. í alþjóðlegu tilliti. Ég var þó fullvissaður um, að þetta væri allt "löglegt" skv. rússneskum lögum. En þá er eitthvað að rússneskum lögum, eins og kemur í ljós í þessu máli. Hvernig getur það verið löglegt í einu landi, að selja stolna vöru frá öðru landi? Ég henti þessum diskum því þegar ég kom heim. Jafnvel þessi góða músík var ekki virði slæmrar samvisku.

Sjóræningjastarfsemi á netinu er orðið töluvert vandamál. Þar má orðið finna forrit (t.d. frá Microsoft, Sun og Adobe), músík, myndir og hvað það eina, sem hægt er að nota í tölvu. En spurningin er, hvernig eigi að stöðva þetta?


mbl.is Hljómplötuframleiðendur krefjast himinhárra sekta vegna netsölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Ég var nú í því tilviki, þegar ég notaði "stolnar vörur", að tala um "copy" af geisladiskum. Flutt inn frá USA, afritað, og selt ódýrt á mörkuðum. Þetta er þjófnaður.

En ef allofmp3 selur t.d. lag með Michael Jackson, og Michael fær ekkert í sinn snúð og útgáfufyrirtækið ekkert heldur, er það þá allt í lagi, ef einhvert rússneskt STEF fær aura fyrir? Vitum við, að rússneska STEFIÐ standi skil á öllu?

Snorri Bergz, 2.1.2007 kl. 16:23

2 Smámynd: Snorri Bergz

Vonum að þú hafir rétt fyrir þér í þessu.

Snorri Bergz, 2.1.2007 kl. 18:40

3 identicon

Þú talar um að þú hafir slæma samvisku á að kaupa efni af "sjóræningjum", ég hef ennþá verri samvisku á að kaupa efni af löglegum sölum eins og Skífunni. Útgáfufyrirtækin eru farin að takmarka svo hvernig maður getur notað diskana sem maður kaupir af þeim að það fyrsta sem maður þarf að gera er að finna einhverjar leiðir framhjá þeim svo maður geti notað þá á sangjanan hátt fyrir sjálfan sig, það er lögbrot. Með því að kaupa þetta ertu að styðja við þessar óþolandi varnir og til að geta notað vöruna eins og þú villt, td. á lófatölvunni þinni eða mp3 spilaranum þarftu að fremja lögbrot.

Það er ekki lögbrot að kaupa "sjórænt" efni, það er lögbrot að dreyfa því og selja í því skini að hagnast á því en ekki að kaupa eða ná í það. En gallinn er að tónlistarmaðurinn fær ekki neitt (ekki þessi örfáu % sem hann fær af hinu)

Af tvennu illu er síðari kosturinn mun betri.

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 23:52

4 Smámynd: Snorri Bergz

Ég talaði um, að þarna hefði ég haft slæma samvisku. Ég hef orðið samviskulausari með tímanum, einmitt af svipuðum forsendum og þú nefnir.

Snorri Bergz, 3.1.2007 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband