Stórkostlegt afrek lækna og heilbrigðisstarfsmanna?

Já, það er mikið afrek hjá heilbrigðisstarfsmönnum, að föður þessa nýfædda barns skuli heilsast vel. Venjulega er nú sagt, að móður og barni heilsist vel. En þetta er víst eitthvað nýtt.

Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn eru þó, að mínu mati, almennt mjög hæfir. Svo maður verði nú væminn, þá var það kraftaverk þegar þeim tókst að halda í mér lífinu, þar sem ég var búinn að vera 10 mánuði í móðurkviði. Mér skilst, að ég væri samasem dauður en læknarnir hafi ákveðið að nú yrði að taka áhættu til að bjarga móður minni. Ég var álitinn annað hvort dauður eða þá, að mér yrði ekki bjargað, þar sem mér hafði tekist að hengja mig í einhverju þarna í kviðnum og sat fastur.

Hnífarnir fóru á loft, og þegar líkið var tekið út, fór það skyndilega að grenja. Þá leit ég víst út eins og Hulk eða Shrek, framsóknargrænn og "fagur".

Þetta var afrek lækna og hjúkrunarfólks. Það, að föðurnum líði vel eftir fæðingu, er ekkert sérstakt svosem og varla fréttnæmt.


mbl.is Fyrsta barn ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband