Röng frétt

Skv. Mogganum virðist stefna í lausn ísraelska hermannsins, sem hefur verið í haldi Palestínumanna frá því í vor, eða snemmsumars. 

En þó ekki við Moggann að sakast; hann elti bara erlendar fréttasíður, sem sjálfar öpuðu upp eftir öðrum, sem töldu sig hafa málin á hreinu, en höfðu ekki.

imagesCAQF2TNFSamkvæmt öruggum heimildum hefur lítið ef nokkuð breyst í máli hermannsins. Þoka lagðist yfir skyn manna, þegar misvísandi upplýsingar bárust frá Palestínumönnum varðandi samningaviðræður milli Ísraela og Palestínumanna um lausn hermannsins Gilad Shalit. Samkvæmt fréttum frá skrifstofu Ehud Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, er þrátefli enn í stöðunni. Ástæðan er sú, að Hamas krefjist þess, að 1.500 fangar verði látnir lausir í stað þessa eina Ísraelsmanns.

Mig hefur lengi furðað, hvers vegna Palestínumenn meta eigin menn svo lágt, að það þurfi stundum 100, stundum 1000, stundum 1.500, Palestínumenn til að vega upp á móti einum Ísraelsmanni, en slík fangaskipti hafa oft farið fram í gegnum tíðina; jafnvel lík af Ísraelum hafa verið "seld" fyrir 100 lifandi Palestínumenn. Þetta sýnir e.t.v. ágætlega hversu Ísraelsmenn meta hvert mannslíf háu verði, en Palestínumenn eru tilbúnir að fórna lífum til að hljóta pólítískan ávinning. Þannig hefur það löngum verið og verður vafalaust áfram, jafnvel þó Saddam Hussein borgi ekki framar fyrir hvern þann, sem fellur í baráttunni við Ísrael.

Formaður utanríkis- og varnarmálaskrifstofu Ísraelsþings, Tzahi Hanegbi, taldi, að þessar misvísandi fréttir hefðu komið til vegna valdabaráttu Hamas og Fatah, þar sem þeir fyrrnefndu væru að skapa væntingar, til að komast upp með að hækka "verðið" á hermanninum. Nokkrum mínútum eftir þessar yfirlýsingar Hanegbis barst fréttatilkynning frá Hamas þess efnis, að sanngjarnt væri að fá 1.500 Palestínumenn í skiptum fyrir hermanninn og að "Ísrael hefði enga aðra kosti en að taka þessu boði".

En það sem gerir málið flóknara er, að Hamas vill sjálft fá að velja a.m.k einn þriðja hluta þeirra fanga, sem láta eigi lausa. Talið er, að meðal þeirra séu menn, sem hafi skipulagt eða framkvæmd hryðjuverk, ýmsir morðingjar og aðrir, sem dæmdir hafa verið fyrir morð og aðra alvarlega glæpi, en ekki pólítíska fanga eða aðra, sem sitja inni fyrir þjófnað, rán, eða þess háttar. Meðal þeirra, sem munu vera á þeim lista, eru Marwan Barghouti, einn af forystumönnum Palestínumanna, og einn þeirra, sem skipulagði morð á ísraelskum ráðherra fyrir nokkrum árum.

Ergo: ekkert nýtt að gerast í stöðunni. Að minnsta kosti ekki eins og er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband