Löggurnar okkar!

Ég hef stundum undrast, hversu snöggir löggukallarnir okkar eru stundum að upplýsa mál, handtaka ræningja og átta sig á flókinni atburðarás. Oft sér maður fréttir um, að menn hafi verið handteknir nokkrum klst. eftir að glæpur var framinn. Það finnst mér góð vísbending um, að þrátt fyrir fjárskort og fáliðun, er löggan að standa fyrir sínu.

Þetta 11-11 rán er einmitt þeirrar tegundar, að maður fyllist lotningu fyrir löggunni. Hvernig fóru þeir að því að finna út, að ránið var "sviðsett"? Hvaða upplýsingar lágu þar að baki? Eru löggurnar okkar kannski ekkert verri en þær í CSI, NYPD og öðrum slíkum þáttum.

En það furðulegasta er, að nokkrar tugir þúsunda voru í kassanum á 11-11. Ég hélt að menn væru löngu hættir að versla þar, nema í brýnustu neyð, vegna þess háa verðlags, sem þar þrífst.


mbl.is „Rán" í Garðabæ reyndist vera sviðsett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband