Fleiri Kassam-árásir

Jæja, Kassam-flaugunum heldur áfram að rigna yfir Ísrael, þrátt fyrir að vopnahlé eigi formlega að vera í gildi. Síðustu flaugarnar lentu nærri borginni Askelon, þar sem, by the way, liggja fjölmargir Palestínumenn, sem særðust í átökum Fatah og Hamas í síðustu viku. Olmert hefur nú gefið hernum leyfi til að skjóta til baka, en aðeins "lítillega" og á þann stað, þaðan sem flaugunum var skotið frá. Talsmaður Hamas gagnrýndi Ísrael fyrir að vilja svara eldflaugaárásunum og sagðist trúa, að vopnahlé "sé enn í gildi og báðir aðilar skuli virða það, því það sé í beggja þágu."

Skrítið, því hver svo sem bombar þessum flaugum á Ísrael, gerir það með vilja og vitund Hamas, sem gætu stöðvað þetta, sýnist þeim svo. Talsmaður Islamic Jihad hefur áður hafnað vopnahlénu og sagði nú, að vonandi myndu átök við Ísrael leiða til þess, að Palestínumenn hætti að berjast innbyrðis, en þau samtök hafa verið einna áköfust í Kassam-árásunum.

Síðan vopnahléð gekk í gildi heftur a.m.k. 62 Kassam-flaugum verið skotið á Ísrael


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband