Hefur Morgunblaðið lítið "sjálfsálit"?

Ég segi hér:

Morgunblaðið er besta blað á Íslandi. Mbl.is er besti fréttavefur landsins, og þótt víðar væri leitað.

En Morgunblaðið segir hér á blogginu, að:

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

Aha, ef fullyrðing mín hér að ofan, endurspeglar "ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins", hlýtur blaðið að hafa mjög lítið sjálfsálit.

Ég held, að Moggamenn þurfi að endurskoða þetta og segja, að bloggin hér "þurfi ekki að endurspegla....", því það er orðið svolítið þreytt, að það sé alveg sama hvað menn blogga hér á blog.is, Mogginn er alltaf á öndverðri skoðun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband