Mánudagur, 25. desember 2006
Úlfur í sauðargæru
Já, lítill jólafriður í Landinu helga. En mikið er ræða patríarksins þunnur þrettándi, þar sem gleymir að geta þess, sem raunverulega er að gerast í Landinu helga, a.m.k. hvað snertir kristna menn í Landinu helga. Hann sagði m.a. í viðtali:
Christians are part of Palestinian society, and the Palestinians are Christians and Muslims. No one is going to flee because of Islamic influence, but because of the lack of work, or the political tension provoked by the curfew. But there is no Muslim persecution of Christians, and in fact they share the same hope of one day having an independent state.
Ég hef nýlega rakið hið gagnstæða. Kristnum mönnum fjölgar í Ísrael, en fækkar stöðuglega á svæðum Palestínumanna, enda sitja þeir víða undir ofsóknum, stundum jafnvel alvarlegum og fyrir opnum tjöldum. Þeim er skelfilega mismunað undir stjórn PLO og Hamas; það er aðal ástæðan fyrir því, að þeir flýja umvörpum. Michel Sabbah var að ljúgja. Hann hefur áður lofað árásir íslamskra öfgamanna, réttlætt sjálfsmorðsárásir, og hegðað sér fyrst og fremst eins og liðsmaður palestínskra öfgahreyfinga, ekki kaþólsku kirkjunnar. Hann hefur ekki falið and-semítískar tilhneigingar sínar og hvatt til þess, að Ísrael verði eytt, og notaði m.a. jólaprédikun sína 2000 til þess arna. Prédikarnir hans eru jafnan fyrst og fremst pólítískar, eins og prédikanir íslamskra klerka. Báðir nota púltið til að koma pólítískum áróðri sínum áleiðis; báðir segja í aðalatriðum það sama. Báðir enduróma stefnu hinna háu herra í Ramallah og Gasa: Sabbah ómar stefnu Fatah, íslömsku klerkarnir virðast flestir hallari undir Hamas. Þetta er farið að minna á Þýskaland nasista, þegar stóru kirkjurnar báðar endurómuðu nær aðeins það, sem nasistarnir leyfðu þeim -- og voru jafnvel nokkuð sáttar við svoleiðis kenningar. En boðskapurinn er að gruni til hinn sami, hvort sem í hlut eiga prelátar í Berlín 1936 eða Betlehem 2006.
Fordæmdi innbyrðis átök Palestínumanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.