Hvað er orðið af öllum gáfuðu stelpunum?

britneyÉg held að þær hafi sumar amk fæðst á Íslandi. En vonandi líður Joan Rivers betur við að vita, að heimsku ljóskurnar virðast nær einskorðast við Bandaríkin. Alveg sammála Joan Rivers samt með það, að hvað er svona merkilegt við Paris Hilton og Jessicu Simpson (ok, sú síðari öllu betri!) Hvað væru þessar stelpur t.d. ef þær myndu fitna um nokkur kíló, eins og t.d Britney Spears?

Fegurðardýrkunin er orðin ofboðslega, ofboðslega þreytt, sérstaklega í Bandaríkjunum. "Skapar fegurðin hamingjuna"? spurði skáldið forðum. Nei. Hvað með t.d. Britney, sem var unglingastjarna, fyrst og fremst fyrir að dilla á sér bossanum í myndböndum. Síðan gifti hún sig myndarlegum vitleysing, sem hafði meira á bringunni en inní hausnum og hefur verið óhamingjusöm allar götur síðan. Og nú er hún fræg fyrir að hafa verið fræg fyrir nokkrum árum. Hún er hvorki flott, né á lög á topp eitthvað. Þegar dillandi bossinn gleður ekki lengur augu hinna einföldu, hvað er þá eftir? Varla útlitið? Varla gáfurnar? Ég er viss um að stelpugreyið hefði orðið mun hamingjusamari hefði hún t.d. náð sér í annan Jakobsson-tvíburann á sínum tíma, báðir gáfaðir og góðir drengir! En spurning með þeirra hamingju.

Betra að kaupa góða vöru í skítugum umbúðum, en skít í fallegum umbúðum.

En hvar eru gáfuðu stelpurnar? Sem betur fer virðast þær að mestu leyti sniðganga Hollywood og þá yfirborðskennd, sem þar ríkir. Þær fyrirmyndir, sem koma frá Hollywood, eru því miður verri en engar.


mbl.is Joan Rivers: „Hvað er orðið af öllum gáfuðu stelpunum?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband