Mánudagur, 18. desember 2006
Glæpir í Bandaríkjunum
Nei, Bandaríkjamenn vita ekki af hverju glæpir hafa aukist á þessu ári...já, eða á síðustu árum og áratugum. Ég gæti svosem nefnt tvo atriði:
1. Siðferði fer hrakandi, græðgi eykst, grimmd, skeytingarleysi um náungann, osfrv.
2. Bandaríkjamenn eru sjúk þjóð. Engin furða þó Kanarnir fatti ekki hvað sé að gerast, þegar þeir vilja ekki viðurkenna sjúkleik sinn.
Löngu hafa glæpir verið mestir, eða a.m.k. flest morð, í ákveðnum hluta Washington DC. Það er það svæði, þar sem íbúar eru nær allir "African-American", þ.e. bæði afríkusvertingjar og þeir frá t.d. Vestur-Indíum. Meðan ég beið eftir að fá íbúðina mína afhenta í DC 1998, þurfti ég að dvelja nokkrar nætur á hóteli. Af einhverjum ástæðum pantaði ég mér herbergi á ódýru móteli á einmitt þessu svæði, og það sem meira var, á því svæði þar inná, þar sem glæpatíðnin er talin mest. En þetta vissi ég ekki þá.
Ég man, að þessa þrjá daga sem ég dvaldist þar, var framið eitt morð, bara á hótelinu. Og væl í sírenum lögreglubíla var nánast stöðugt eftir að kvölda tók og fram yfir miðnætti, stundum lengur. Þetta var þannig hverfi, að jafnvel litaðir leigubílstjórar þorðu ekki að keyra mig á þennan stað, en hleyptu mér út 1-2 kílómetra frá og sögðust ekki fara lengra. Ég labbaði því bara "heim", og kom við á 7-11 eða McDonalds. Á þessum tíma sá ég aldrei hvítan mann á götunum. Í einu af þessum labbitúrum mínum mætti ég 6-7 blökkumönnum, útlítandi eins og félagar í glæpagengi, skv. því sem birt er í Hollywood myndunum. Þeir stönsuðu þegar þeir sáu mig, eins og þeir hefðu orðið vitni að innrás geimvera eða einhverju slíku. Ég gekk áfram, beint á móti þeim, heilsaði þeim kurteislega og hélt áfram. Þá byrjuðu þeir að hlæja, og sá aftasti þeirra, sem var með sveðju í beltinu, sagði: "You're OK bro". Málið var leyst. Þeir höfðu víst ekki séð hvítan mann í mjög langan tíma, giska ég á.
Kvöldið eftir fór ég á McDonalds og voru þessir náungar þá þar. Ég var vitaskuld eini hvíti maðurinn á staðnum. Einhver "dude" fór skyndilega að hafa orð á þessu og byrjaði að segja eitthvað, sem hann hélt að væri sniðugt. Einn af þessum "vinum" mínum hastaði þá á hann og sagði eitthvað í þá veru: "You leave the white brother alone m*****f*****". Ég var aldrei áreittur aftur á þessum stað. Og ég þorði ekki að spyrja þessa "vini" mína, hvers vegna ég væri "OK bro". Þegar ég sagði þessa sögu á safninu daginn eftir, fengu menn áfall. Þeir höfðu ekki haft hugmynd að ég hefði tekið mér gistingu "in the ghetto" og töldu mig hafa sloppið vel, að komast lifandi út.
En af hverju að segja þessa sögu nú? Jú, ég spurði kollega minn af þessu, meðan við sátum í kaffi einn daginn og sagði hann eitthvað á þessa veru: "Þegar maður á ekki fyrir mat, stelur maður honum. Ef maður sleppur við lögguna, heldur maður matnum eða peningnum. Ef löggan grípur mann, fær maður þó amk að borða í fangelsinu."
Ástæður alls þessa eru margvíslegar og geta menn nefnt margar ástæður. Sósíalistar nefna sjálfsagt misskiptingu hinna efnalegu gæða, og það er jú vissulega ein hlið málsins, "kapítalistar" nefna kannski of mikinn ríkisrekstur eða eitthvað í þá veruna, aðrir telja innborna kynþáttahyggju helsta vandamálið, sumir of marga innflytjendur (löglega eða ólöglega), aðrir skort á velferðarkerfi og/eða verkalýðsfélögum; aðrir benda á, að svona ástand hófst ekki fyrr en alríkið lét banna bænir í skólum, upp frá því hafi siðferði fólksins smám saman hnignað. Múslimar hafa síðan sjálfsagt sínar eigin skoðanir á þessu. Sennilega eru öll þessi rök gild, á einn eða annan hátt, allt eftir því úr hvaða átt maður lítur og með hvaða "gleraugum". En mig grunar þó, að veigamesta ástæðan sé, að Bandaríkin séu of stór. Risar skipta sér lítið af engisprettum...málin verði að skoða í samhengi stærðarinnar. Ef t.d. 1% Bandaríkjamanna býr við sult og seyru, eru það aðeins "1%". Málin eru því í góðu lagi. En eitt prósent eru 3 milljónir... það er 3 milljónum of mikið. Hvað ef talan væri 0,1%, eða 300.000, samsvarandi öllum íbúum á Íslandi?
Já, hvað ætli verði um Íslendinga í Evrópusambandinu!!?? (Loksins er pointið komið!). Myndi hinum háu herrum í Brussel detta í hug að breyta stefnu sinni, fyrir hönd allra þessa milljóna, þó 300.000 Íslendingar væri að þenja sig og kvarta yfir óréttlæti? Ég er á móti þessum stóru ríkjum, hvort sem þau séu ríkjasambönd eða bandalag, já eða bara ríki. Hvergi eru fleiri fátækir í einu ríki en í Kína, í öðru sæti er Indland, osfrv. Sagan kennir, að því stærri sem ríkiseiningar (stjórnunareiningar) eru, því minna máli skiptir hagur þeirra, sem minna mega sín eða eru af einhverjum ástæðum minnihluta hópur (t.d. þjóðernisbrot eða annað slíkt). Þeir hverfa í hafið og eru í besta falli tölur á skrifborði búrókratanna.
Fleiri morð framin í USA en í fyrra? Já, eðlilega. Samfélagið verður sjúkara og sjúkara með hverju árinu, því stjórnvöld viðurkenna ekki, að það sé sjúkt. Fyrsta skrefið til lækningar er, að viðurkenna að maður sé veikur. En Kanar líta á sig sem elítu alheimsins....rétt eins og Þjóðverjar um miðja síðustu öld. Skuldadagarnir koma, hvort sem hið fúna samfélag hrynur innan eða utan frá.
Fleiri morð og rán framin í Bandaríkjunum í ár en í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.