Upphaf borgarastríðs meðal Palestínumanna?

Abbas er að mörgu leyti snjall pólítíkus. Fatah hreyfing hans tapaði illilega í kosningunum síðast, enda voru foringjar hennar flestir gjörspilltir og stungu hjálparfé í eigin vasa, meðan Hamas fékk milljónirnar frá Saudum og Írönum, og ráku fyrir þá skóla, sjúkrahús og útdeildu til fátæka. Þess vegna sigraði Hamas, en ekki endilega, eins og Hamas menn vilja trúa, vegna harðrar stefnu í garð Ísraels.

En heimurinn hefur nú að mestu einangrað Hamas-stjórnina, sem á í miklum erfiðleikum með að færa fé til Gasa. Þannig hefur hún ekki greitt (óeðlilega mörgum) opinberum starfsmönnum laun, og hefur það síðan áhrif á fjölskyldur þeirra. Þannig hefur sú beita, sem Hamas setti á öngulinn síðast (mikið fé til velferðarmála) snúist gegn þeim, því allir á Gasa vita, að ef Hamas fer frá völdum muni fé streyma inn. Sú ástæða, sem leiddi til kosningasigurs Hamas síðast, gæti leitt til kosningaósigurs þeirra núna, ef þeir þá taka þátt í kosningum í mótmælaskyni við þessa ákvörðun Abbasar.

Ég held, að tvær ástæður hafi fyrst og fremst legið að baki því, að Abbas tilkynnti í morgun, að hann hefði ákveðið að boða til nýrra kosninga.

1. Ljóst er, að Hamas menn geta ekki stjórnað landinu, m.a. vegna fjárskorts, sem helgast af því, að samtökin eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök og eru því í banni hjá ríkjum Vesturlanda, og gera þau ekkert til að breyta þeirri ímynd sinni hjá þeim, sem skipta máli. Einnig geta Hamas-liðar ekki komið á friði innan heimastjórnarsvæðanna; annars vegar með því að stöðva árásir á Ísrael (og þarmeð gagnárásir Ísraela) og hins vegar eru Palestínumenn í innbyrðis bardögum. En seinna atriðið er nú ekki Hamas-liðum einum að kenna; Fatah-menn hafa nú lagt sitt af mörkum þar, og vísast einhverjar minni hreyfingar, t.d. hreyfing Jibrils og aðrir minni hópar.

2. Fatah vill ekki starfa með Hamas, eftir að Hamas-liðar ásökuðu Fatah um að hafa reynt að ráða Haniyeh af dögum. Af sömu ástæðu efast ég um, að Hamas-menn vilji starfa með Fatah. Hið sama gildir um barnamorðin, þegar börn eins af leyniþjónustuforingjum Fatah voru myrt, og þegar Fatah hefndi með að skjóta einn Hamas-dómara.

3. Ástandið á Gasa, eins og það er núna, er mjög slæmt. Abbas sér, að eina leiðin til að bæta hag fólksins og koma nokkurn veginn á friði (þó allir viti að algjör friður kemst aldrei á, m.a. vegna þess að litlir hópar geta komið öllu í bál og brand með litlum tilkostnaði) innan sjálfsstjórnarsvæðanna, er að koma friðarferlinu aftur af stað. Og það er ómögulegt ef Hamas-menn eru við völd, eða taka þátt í ríkisstjórn. Því þarf að koma óaldarliðinu frá...palestínsku þjóðinni allri til hagsbóta. Palestínumenn munu halda áfram að deila og skjóta hvorn annan, meðan þeir skiptast meira eða minna í tvo andstæða hópa: Hamas og PLO (Fatah og fleiri hópar). Og meðan slíkt ástand varir, mun ekkert breytast varðandi friðarferli eða sjálfstætt ríki Palestínumanna.

han-abbas 

Mig grunar, að Fatah muni í versta falli bæta verulega við sig fylgi, en hvort það verði nóg til að mynda þingræðisstjórn án þátttöku Hamas er allt annar handleggur. En síðan er auðvitað stóra spurningin eftir:

Verða þessar kosningar haldnar? Það virðast a.m.k. vera jafn sterkar líkur á, að annað hvort Hamas eða Fatah munu hrifsa til sín ósköruð völd með vopnavaldi, þá vísast eftir skammvinnt en svæsið borgarastríð á Gasa. 


mbl.is Abbas boðar til forseta- og þingkosninga hið fyrsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband