Íran

Fyrir um það bil 10 árum síðan sat ég nokkrum sinnum með írönskum flóttamanni, sem hafði fundið hæli í Ástralíu, en orðið að flýja þaðan vegna krafna Íransstjórnar. Hann átti annars skrautlega fortíð; hafði verið einn helsti yfirmaður lífvarðasveita Íranskeisara, varð síðan foringi skæruliðahóps, sem m.a. rændi írönsku herskipi og gerði ýmsan skaða. Maður þessi var einn sá magnaðist sem ég hef kynnst; hefur þrjú doktorspróf, var fimleikameistari og skotmeistari Íranshers, ofboðslega duglegur og svaf aðeins nokkra tíma á sólarhring. Hann læknaði m.a í mér kvef með írönsku húsráði. En hann var terroristi, sem var lengi vel efstur á dauðaliða írönsku klerkastjórnarinnar, ekki síst eftir að hafa sprengt í loft upp hús Khomeinis í París.

Ég prófarkalas drög að ævisögu hans 1995, sá hann aftur 1996, en hef litlar fréttir af honum síðan. Hann var, þá, einn helsti foringi íranskra útlaga, eins konar fulltrúi gömlu keisarafjölskyldunnar. Hann bauð mér til Írans, þegar klerkastjórninni hefði verið komið frá; ætlaði jafnvel að láta senda eftir mér einkaþotu til Íslands.

En mér sýnist ekkert verða af þessu. Harðlínuklerkarnir eru greinilega komnir til að vera.


mbl.is Ráðstefna um helför gyðinga sett í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband