Eldhúsbandalagið?

Eldhúsbandalagið hefur nú komið sér saman um meiri hluta samstarf í Árborg. Málefnalistinn hefur nú verið kynntur og hljóðar m.a. svo:

1. Sveitarfélagið skal stofna verslun með niðurgreiddar eldhúsinnréttingar.

2. Sveitarfélagið skal styrkja ljósastaura á leiðinni frá Selfossi suður í bárujárnsþorpin.

3. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða skal taka upp nýtt nafn: Ræktunarsamband Flórs og Skóflna

4. Setja skal flokksskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í umhverfisMAT.

5. Kaupa skal skoðanakönnun um, hvort fólkið treysti bæjarfulltrúunum.

6. Setja skal upp styttu af Guðna Ágústssyni og Búkollu við Tryggvaskála.

7. Setja skal upp styttu af Guðna Ágústssyni og Búkollu við Ráðhúsið.

8. Setja skal upp styttu af Guðna Ágústssyni og Búkollu við Mjólkurbú Flórmanna.

9. Setja skal upp hundasúruverksmiðju og virkja Selfoss.

10. Gera skal skoðanakönnum meðal bæjarbúa um málefnasamninginn.

 

Mér sýnist framsóknarmenn vera kjölfestan undir eldhúsborði bandalagsins. Eða er það ekki? Tounge


mbl.is Ragnheiður Hergeirsdóttir nýr bæjarstjóri í Árborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband