Vestfirðingar eru greinilega af ýmsum toga

1064_tuning-vw-bautzen-220Fáa "hópa" Íslendinga líkar mér jafn vel við og Vestfirðinga. Það virðist vera eitthvað sérstakt við firðina fögru fyrir vestan að frá þeim streymir kjarnmikið, hörkuduglegt og yfirleitt mjög heiðarlegt fólk. Til að mynda hef ég kynnst mörgum Bolvíkingum, aðallega í gegnum skákina, og fyrir utan hefðbundna kosti Vestfirðinga hafa þeir mikið vit á fótbolta, en þeir, sem ég þekki best þaðan, halda báðir með Arsenal í enska boltanum.

En Vestfirðingar eru þó ekki einsleitir, enda aðskildu e.t.v. fjöllin miklu norðurfirðinga frá sunnanmönnum. Þetta má sjá af þessari frétt um að brotist hefði verið inn í fimm bíla í Bolungarvík. Þó vísast sé sá möguleiki fyrir hendi, að aðkomumenn hafi verið þar á ferð, er ljóst að amk hafa einhverjir búsettir á svæðinu staðið fyrir þessu.

Því má segja, að ólíkt hafist þeir að fyrir vestan. Í Bolungarvík eru bílainnbrotsþjófar, en "Bíldælingar" a.m.k. sumsstaðar á fjörðunum hið syðra.


mbl.is Brotist inn í bíla í Bolungarvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband