Rasismi í löggunni?

Sumir hafa verið að halda því fram, undanfarið, að það sé rasismi hjá Mogganum að segja t.d. að "árásarmennirnir voru frá Litháen" eða eitthvað svoleiðis. Þjóðerni sé ekki tilgreint ef um Íslendinga er að ræða. Einnig er verið að troða hugtakinu "rasisma" yfir allskonar mál, sem ekki eiga neitt skylt við rasisma.

Slíkt rugl fólks, sem þarmeð er að gengisfella það, þegar í raun er um rasisma að ræða, hlýtur að vera mjög illa að sér.

En með sömu rökum má segja að það sé rasismi hjá löggunni að birta nafn og mynd af þessum manni, því þannig að deginum ljósara að um útlending sé að ræða. Að vísu er þjoðerni ekki tilgreint, og nafn stundum líka birt þegar um Íslendinga er að ræða, en þetta hlýtur mjög greinilega að kynda undir útlendingahatur, sér í lagi fólks í Frjálslynda flokknum (sem ég tilheyri reyndar ekki), því veslings maðurinn sé innflytjandi, nýbúi eða eitthvað annað, og sé hér skráður hættulegur, en það er ekki alltaf gert þegar talað er um Íslendinga.

Osfrv.

Ergo: rasismi er því miður ofnotað hugtak sem á ekki alltaf við þegar það er notað, þeim sem það gera til minnkunar, þegar misnotkun á sér stað.

 


mbl.is Lögreglan lýsir eftir manni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Snorri, lögreglan hefur lýst eftir Íslendingum á nákvæmlega sama hátt.

Marinó G. Njálsson, 10.9.2008 kl. 21:59

2 Smámynd: Steini Thorst

Mér finnst barasta hárrétt að lýsa með þessum hætti eftir þessum manni úr því að hann er talinn hættulegur.

Vesalings maðurinn segir þú. Vesalings hvern andskotann? Hefur alveg farið framhjá þér sú breyting sem er að verða á líkamsárásarmálum í landinu?? Hefur það alveg farið framhjá þér að austur-evrópubúar koma orðið við sögu í rúmlega öðru hverju alvarlegu ofbeldismáli? Ég er ekki að lýsa því yfir hér að það eigi við um þá alla, síður en svo. En halló,......burtu með óþjóðalíðinn segi ég,...BURT með þetta pakk. Við höfum tekið við fjöldanum öllum af fólki frá öðrum löndum, öðrum menningarsamfélögum og hvað eina,...og ég styð það. En hérna er bara allt annað mál í gangi og ég segi því aftur,....BURT með þetta skítapakk sem gengur áfram með þessum hætti.

Steini Thorst, 10.9.2008 kl. 22:08

3 Smámynd: Snorri Bergz

Lesa betur Þorsteinn. Já, Marinó ég veit.

Ég er ekki að finna að löggunni. Ég er að finna að því að ekki megi segja "árásarmenn eru af erlendum uppruna" án þess að sumir telji það merki um rasisma.

Nú kom nafn og mynd. Maðurinn er af erlendum uppruna.

Er ekki bara allt í lagi að fólk viti það?

Snorri Bergz, 10.9.2008 kl. 23:07

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Mér finnst þetta gott mál, ég vona bara að maðurinn finnist áður en að hann skaðar fleiri .

Sporðdrekinn, 11.9.2008 kl. 02:54

5 Smámynd: Snorri Bergz

Rétt. Og að mínum dómi þarf að hefja allsherjarrannsókn á þessum glæpagengjum frá Austur-Evrópu. Ég skammast mín ekkert fyrir að segja það, þó sumir gætu farið að kalla mig rasista fyrir vikið!

Snorri Bergz, 11.9.2008 kl. 07:20

6 Smámynd: Snorri Bergz

Haha, eru eintóm muppet á Bylgjunni?

http://www.bylgjan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=37648

Skilja menn ekki að ég var að gagnrýna þessa vitleysinga sem eru að ofnota orðið rasisti?

Snorri Bergz, 12.9.2008 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband