Grunaði ekki Gvend

Rússar ætla ábyggilega að innlima þessi héruð og vísast veita þeim stöðu sjálfstjórnarhéraða í Rússlandi.

Rússar munu með þessu ábyggilega missa spón úr aski sínum á Vesturlöndum og í Úkraínu, og víðar í næsta nágrenni, en þeir hafa þó amk stuðning amk flestra ríkja Miðausturlanda, þar sem óvinir USA eru vinir þeirra, Kúbu, Venesúela og annarra óvinaríkja Bandaríkjastjórnar.

Ætli heiminum verði skipt upp á ný í þrennt?


mbl.is Rússar ekki frá Suður Ossetiu og Abkhaziu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Forseti Georgíu hefði alveg mátt segja sér að þetta yrði niðurstaðan, þegar hann ákvað að fara með hernaði gegn íbúum síns eigin lands.  Við megum ekki gleyma því að átökin núna hófust með því.  Ef hann hefði ekki gert það, þá væru þessi héruð ennþá sjálfstjórnarhéruð innan Georgíu.  Annað sem mig langar að nefna.  Hefði það verið eitthvað betra að háð hefði verið langvinnt stríð í þessum héruðum með tilheyrandi mannfalli til þess eins að "alþjóðasamfélagið" (lesist Vesturlönd) hefði fengið sína lausn á málinu?  Er það ekki nákvæmlega það sem við eigum að læra af stríðinu í Bosníu og síðar Kósóvó, að betra er fyrir menn að gefa eftir og leyfa heimamönnum að taka ákvörðun í sínum málum.  Nú er ég ekki að taka afstöðu með Rússum í þessu máli, heldur heimamönnum, sem hafa ekki viljað vera hluti af Georgíu og hafa ekki breytt þeirri afstöðu sinni í 16 ár.

Marinó G. Njálsson, 9.9.2008 kl. 13:14

2 Smámynd: Snorri Bergz

Ég veit um þína skoðun og við erum í aðalatriðum sammála. Ég vil bara að Rússar komi hreint fram og segi hvað þeir ætli sér. Eins og þeir eru reyndar núna að gera, amk að hluta til.

Átökin hófust reyndar 1990,... en hverjir geta unað því að hafa erlendar hersveitir í landi sínu (eins og það er viðurkennt af SÞ), án samþykkis?

Rússar hefðu getað farið betur að þessu. Látið sér nægja að hafa her í héruðunum tveimur, en ekki gera innrás í Georgíu.

En það er svo allt annað mál, að NATO vildi ekki leyfa Serbum að stjórna Kosovo, af hverju eiga samtökin að vilja leyfa Georgíu að stjórna héruðunum tveimur.

En meðan þau eru undir Georgíu á vegum SÞ verða lög og regla að gilda. Hitt er svo annað mál, að ef SÞ myndi samþykkja breytta stöðu, litu málin öðruvísi út.

Snorri Bergz, 9.9.2008 kl. 13:19

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég man ekki til þess að SÞ hafi samþykkt sjálfstæði Kósóvó (eða innrásina í Írak).  Þetta er löngu hætt að snúast um SÞ og einhvern sameiginlegan vilja alþjóðasamfélagsins.

Marinó G. Njálsson, 9.9.2008 kl. 13:27

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Það versta við innrásína í Írak er að í kjölfarið hafa sífellt fleiri kellingar látið vefja stinna líkami sína í útvíð sængurföt og sett síðan handklæði á kollinn.

Ómögulegt fyrir venjulegan mann að fá að ríða við svoleiðis aðstæður.

Sigurður Sigurðsson, 9.9.2008 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband