"Kona fundin í Landmannalaugum"

Merkilegt. Já, konur finnast víða. Ég fann t.d. tvær konur í morgun á Olís-stöðinni við Álfheima. Spurning hvort það komi ekki á forsíðu Moggans fljótlega.

En hér er verið að tala um að ákveðin kona, sem leitað var að, hafi fundist. Ég veit ekki um hvaða reglur gilda á Mogganum, ef nokkrar, en í venjulegri íslensku er notaður greinir í slíkum tilvikum.

Konan...

Íslenskukunnátta blm. Moggans er heilt yfir litið frekar slök, miðað við að þessir aðilar fá greitt, og það vísast þokkalega, fyrir skrif sín. Þessi ákveðna grein er þó, merkilega nokk, nokkuð vel yfir meðallagi, svona við fyrstu sýn. En titillinn er andlit greinarinnar.

En í dag les maður hverja hálf-íslensku fréttina á fætur annarri. Íslenskufræðingra hljóta að fá áfall að lesa þessi ósköp. Þetta er óvenju slæmt núna, t.d. er fréttin um Zlatan og 108 millurnar fyrir neðan allar hellur, ekki aðeins stafsetningar- og málfræðivillur, heldur einnig efnisvillur.

En úr því Mogginn hefur ekki hærri standard en þetta...er það ekki mitt vandamál.


mbl.is Kona fundin í Landmannalaugum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ættir þá að lesa sumar fréttirnar á Vísir.is. Þar getur málfræðin verið svo arfaslök að ætla mætti að 12 ára barn væri að skrifa sumar greinarnar þar. Dæmi: "Framsöguháttarsýkin" svokallaða (sbr. þágufallssýki), þ.e. þegar framsöguháttur er notaður í stað viðtengingarháttar. Sker í augun á mér í hvert sinn.

Gunnhildur Reynisdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband