Grúsk: Reykjavík um og eftir aldamótin 1900, I.hluti

napierTRVar að fletta gömlum "fælum" í tölvunni og rakst á nokkra kafla sem áttu að vera í M.A. ritgerðinni og síðar doktorsritgerðinni sem hvarf í innbrotinu fræga með öllum afritum. Ég fékk þá hugmynd að lauma þessu hér á bloggið í litlum bútum.

Vil jafnframt benda á smá sögukafla, sem ég tók saman um stofnun Taflfélags Reykjavíkur 1900, á  heimasíðu Taflfélagsins.

-----------

Eins og hegðun lýsir innri manni, birtist skapgerð þjóðar í háborg hennar. Reykja­vík reis eins og fuglinn Fönix úr öskustó sveitanna og þandi vængi sína stöðugt lengra inn í landið. Vöxtur bæjar­ins var hægur til að byrja með, en loks þegar angar sveita­kolbrabb­ans los­uðu tök sín af þjóðarsálinni, hófust stór­felldir fólks­flutn­­ingar á mölina. Íslenski torfbærinn, sem verið hafði „menn­ingar­tákn frum­þjóðar,”[1] var nú á undanhaldi fyrir steinsteypu og inn­fluttu timbri. Ís­lend­ingar höfðu fengið sína eigin háborg stjórnsýslu og við­­­skipta, mennt­­unar og menn­ingar. Hún var Aþena sumra en Sódóma ann­arra, elsk­uð og hötuð, heim­ili hundruða en fjarlægur draumur margra, sem þjak­aðir voru af átt­haga­fjötr­um og vistar­bandi. Skap­gerð þjóðarinnar var ekki leng­ur opin­­beruð frá hálf­hrundum mold­ar­kofum, heldur virðulegum mið­­bæ Reykja­víkur. Hinn öri vöxt­ur Reykjavíkur, sem að sögn Laxness var „erfða­menn­ingarlaust ný­lendu­þorp,”[2] hafði þau áhrif, að heims­menn­ingin hóf smám sam­­­an að festa dýpri rætur í reykvískri mold. Veitinga-, gisti- og kaffi­­­hús höfðu sprottið upp með reglulegu millibili, og skemmt­­­­ana­­­líf erfða­menn­ing­ar­lausra Reyk­vík­­inga varð sífellt fjöl­breytt­ara. Síðan var Leikfélag Reykja­víkur stofn­að 1897, kvikmyndahús hófu starf­semi sína og fleira mætti telja til.[3] Ís­lensku sveita­lubbarnir voru nú smám sam­an að taka á sig nýju klæðin heims­­borg­ar­ans.

 


[1] Halldór Laxness: Alþýðubókin, 125.
[2] Sama, 96.
[3] Guðjón Friðriksson: Saga Reykjavíkur 1870-1940. Bærinn vaknar (I-bindi. Rvík 1991), 167-200, 449-473.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Ja, ég var búinn að skrifa ritgerðina, setti hana í salt í nokkrar vikur og ætlaði síðan að stytta og skerpa stílinn. Síðan var innbrot, tölvan tekin og öll bakkuppin (sem því miður voru geymd á sama stað). Ég skrifaði hana aftur, að mestu, en fekk bara ógeð.

Ég stefni því ekki að því að klára. Amk ekki á næstunni.

Snorri Bergz, 5.9.2008 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband