Sjálfstæðisbarátta S-Ossetíumanna?

Hahaha. Góður.

Þetta er semsagt ekki sjálfstæðisbarátta, heldur eru Rússar að ásælast hérað úr smáríki. Rússland er víðlendasta ríki heims...Georgía smáríki.

En Rússar dældu bara rússneskum vegabréfum á íbúana og telja sér síðan skylt að verja þá.

Ef þetta var "setup", var þetta rússneskt "setup"!


mbl.is Verður Suður-Ossetía innlimuð í Rússland?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þá er spurt á móti:  Ætlar Kosovo að vera sjálfstætt ríki eða bara sameinast Albaníu?  Þetta er skák, þar menn munu herma, eins lengi og kostur er, eftir leikjum keppinautar síns á næsta borði.

Marinó G. Njálsson, 29.8.2008 kl. 10:35

2 Smámynd: Snorri Bergz

Amm, en síðan spyr maður t.d., hvort Danir í N-Þýskalandi ættu ekki að fá að sameinast Danmörku? Hvort hálf Belgía ætti ekki að sameinast Frakklandi og hinn helmingurinn Hollandi? Hvort Austurríki ætti ekki að sameinast Þýskalandi og svo framvegis.

Þetta er allt spurning um pólítík.

Snorri Bergz, 29.8.2008 kl. 10:37

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta eru allt góðar og gildar spurningar.  Málið er, af hverju spurðu Vesturlönd sig ekki af þessu áður en þau samþykktu sjálfstæði Kosovo?  Þetta byrjaði allt þar, en það er alveg óljóst hvar þetta endar.  Af hverju mótmæltu Grikkir, t.d., ekki kröftuglega, þar sem Makedónar í Norður-Grikklandi gætu viljað sameinast Makedóníu F.Y.R.?

Mér finnst Vesturlönd ekki hafa hugsað málið til enda, þegar þau samþykktu sjálfstæði Kosovo.  Við verðum að hafa í huga, að sú ákvörðun var brot á alþjóða lögum um að ekki skuli hrófla við landamærum sjálfstæðs ríkis, nema ríkið sem ætti í hlut samþykkti slíka breytingu.  Afleiðingar þessarar ákvörðunar á eftir að hafa mikil áhrif á alþjóðastjórnmál næstu árin.

Marinó G. Njálsson, 29.8.2008 kl. 11:18

4 Smámynd: Snorri Bergz

Já, þar erum við sammála Marinó.

Snorri Bergz, 29.8.2008 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband