Landsliðið

Merkilegt að velja í landsliðið tvo æfingalausa menn; Heiðar hefur verið meiddur meira og minna í næstum heilt ár; Stefán Þórðarson hefur nú ekki verið að skora neitt og hefur verið í banni lengi ve í sumar!

Og þetta sýnir vel framherjaskortinn, að þurfa að velja þessa tvo og síðan GUnnar Heiðar, sem er ekki að standa sig.

Eigum við enga frambærilega sóknarmenn í góðri leikæfingu lengur?


mbl.is Heiðar Helguson í landsliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Óli Jó hefur alltaf farið sínar leiðir í vali á liðum og þó furðulegt séð náð ágætis árangri.  Ég verð samt að furða mig á því að markheppnustu menn landsins skulu ekki fá náð fyrir augum einvaldsins.

Marinó G. Njálsson, 28.8.2008 kl. 13:25

2 Smámynd: Zmago

"Eigum við enga frambærilega sóknarmenn í góðri leikæfingu lengur?" Spyr Snorri.

Það má kannski frekar spyrja hvort við eigum engan almennilegan þjálfara, og ef svarið er nei, af hverju var ekki ráðinn hæfur erlendur þjálfari?

Það er sorglegt að horfa uppá hvernig hverjum æfingaleiknum á fætur öðrum hefur verið sóað í vitleysu. Þjálfarinn er eins og krakki sem hefur verið sleppt lausum í risastórri leikfangabúð.

Zmago, 28.8.2008 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband