Rússar að einangrast

En þetta byrjaði með Kosovo. Rússar eru núna að hefna sín á Vesturlöndum fyrir að styðja brölt NATO í gömlu Júgóslavíu.

Forðum voru serbeskir íbúar Kosovo fluttir burtu og Albanir settir í staðinn. Nú er verið að flytja georgíska íbúa á brott frá hinum "nýsjálfstæðu" lýðveldum.

Þetta er óafsakanleg hegðun hjá Rússum - það deila fáir um - en hvar voru þeir, sem nú deila á Rússa, þegar Kosovo lýsti yfir sjálfstæði?

Svosem engin furða þó Rússar séu spældir, því greinilega gilda aðrar reglur fyrir Bandaríki Norður Ameríku og Bandaríki Evrópu en Rússland.


mbl.is ESB íhugar að beita Rússa refsiaðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn hef ég ekki fengið svo mikið sem lélega afsökun fyrir því að gefa S-Ossetíu og Abkhasíu ekki sjálfstæði ef þau kæri sig um það. Það eina sem ég hef fengið við spurningunni er gagnrýni fyrir að styðja Pútín, þrátt fyrir að hafa gagnrýnt hann og Rússa almennt harðlega í mörg ár.

Furðulegt hvernig svo sjálfsagt mál getur grafist undir vegna aðgerða Rússa. Af hverju viðurkenna ekki *allir* sjálfstæði S-Ossetíu og Abkhasíu? Hvað er það við S-Ossetíu og Abkhasíu sem gerir það réttmætt að Georgía ráði yfir þessu fólki þvert á við vilja 98% þeirra?

Ég bara skil ekki.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband