Obama velur reynsluna

Jæja, þá mun Obama velja sér reynslubolta sér til hægri handar, vísast til að vega upp á móti eigin reynsluleysi.

Og hver er betri til að sigra McCain, en maður sem er úr svipuðum ranni dreginn og er þar að auki lýkur frambjóðanda Repúblikana?

Kannski hefði Samfó átt að leika þennan leik með því að bjóða Örn Árnason fram, í gervi Davíðs Oddssonar, hér á árum áður.

En jæja, í öllu falli efast ég um að þetta hafi verið sniðugt hjá Obama, því mig grunar að amk töluverður hluti stuðningsmanna Clintons, þó ekki sé nema 25%, muni annað hvort sitja heima eða kjósa McCain, þó ekki sé nema til að refsa Obama.

 


mbl.is Obama velur Joseph Biden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Magnús Arason

Ekki er ég par hrifinn af Demókrötum almennt, en ég held að þetta sé sterkur leikur hjá Obama.  Biden er miklu nær miðjunni og getur dregið athyglina frá því að Obama hefur verið metinn sem mest vinstrisinnaði öldungadeildarþingmaðurinn.  Biden hefur líka mikla reynslu og er hvítur karlmaður.  Hvort sem fólki líkar betur eða verr, þá efast ég um að Obama hefði getað unnið með konu sem varaforsetaefni.

Kristján Magnús Arason, 23.8.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband