Spennan magnast

Jæja, styttist í leikinn.

Íslenskt samfélag mun stöðvast að mestu leyti á hádegi og ekki taka aftur til starfa fyrr en um tvöleytið.

Íslenska þjóðin er tilbúin í leikinn. Væntingar miklar, að venju, en engu að síður held ég að flestir séu bara ánægðir með að eiga séns á verðlaunum. Allt annað er bónus.

Spánverjarnir eru góðir, engin spurning. En liðið okkar er gott líka. Þetta er 50/50 leikur. Spurning um stemningu, hugarfar og dagsform.

Spái því að Alexander Petterson muni verða maður leiksins, af okkar hálfu amk.

Ég á því miður í vændum langan og strangan bissnessfund um 10-leytið. En ég trúi ekki að menn vilji sitja áfram þegar leikurinn er byrjaður. Við verðum að standa með strákunum.

Áfram Ísland.


mbl.is Óhræddir og fullir tilhlökkunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband