Spænski leikurinn

Spænski leikurinn hefst á 1.e4-e5 2.Rf3-Rc6 3. Bb5.

Þetta er a.m.k. spænski leikurinn í skákfræðunum.

En síðan mætum við Spánverjunum í undanúrslitaleiknum. Spánverjarnir hafa ekki sannfærandi í leikjunum hingað til og virðist þeir hafa sigrað Kóreumenn fyrst og fremst á stórleik Barrufets gamla í markinu.

Ég hef sagt það áður og endurtek nú: það skipti engu hvort liðið við myndum fá. Við eigum góðan séns á að taka þetta.

Reyndar held ég Spánverjarnir henti okkur jafnvel betur. Spekingar hér voru að tala um að best væri að fá Spánverja í 8-liða úrslitunum og því má ætla að það hljóti jafnframt að gott að mæta þeim í undanúrslitum.

Ætli við fáum ekki Frakka í úrslitaleiknum, ef....? En vonandi fara strákarnir í leikinn gegn Spánverjum með réttu hugarfari.

Það er e.t.v. til marks um íslenska landsliðið í handbolta akkúrat núna, að vandamál strákanna gæti orðið að vanmeta Spánverja! 


mbl.is Íslendingar mæta Spánverjum í undanúrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Vonum að þeir vanmeti þá ekki. Það væri frábært að fá pening, geðveikt að fá gull eða silfur.

Villi Asgeirsson, 20.8.2008 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband