Danir sitja eftir

Undir venjulegum kringumstæðum hefði maður haldið með Dönum í þessum leik. En eftir hroka þjálfarans og einstakra leikmanna, m.a. í garð íslenska landsliðsins, svo ekki sé talað um framkomu skapvonda þjálfarans verður maður að segja:

Takk Króatía!

Gott á Danina að falla út, úr því þeir létu svona.

Þeir hljóta nú að skipta um þjálfara, eða a.m.k. að hafa með geðlækni í næstu mótum.


mbl.is Króatar unnu - Danir leika ekki til úrslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarnsteinn Þórsson

Ég veit um einn lækni sem er á lausu. Hann er að vísu ekki geðlæknir, en hefur talsverða reynslu á því sviði samt sem áður.

Bjarnsteinn Þórsson, 20.8.2008 kl. 12:25

2 Smámynd: Snorri Bergz

Láta Danina vita, Bjarsti!

Snorri Bergz, 20.8.2008 kl. 15:03

3 Smámynd: Drífa Björk Guðmundsdóttir

Það er ekki séns að Danir skipti um þjálfara, Wilbek er sá handboltaþjálfari sem hefur náð bestum árangri allra handboltaþjálfara og þetta er í fyrsta skipti sem hann yfirgefur stórmót án þess að hafa medalíu með heim (fyrst kvennalandsliðið og svo Evrópumeistarar karla). Þetta er því gífurlegur skellur fyrir hann.

Annars er skondið að heyra í þeim núna, það er ekki mikið fjallað um þetta hér í Dk eins og þeir voru yfirlýsingarglaðir fyrir leikinn -Við tökum þetta á breiddinni, við erum með stórkostlegt 15 manna liði samanborið við 8-9 manna lið Króata- Við tökum þetta á andlegum styrk ofl.ofl-

En jæja, það er ekki hátt á þeim risið núna og það er kannski skiljanlegt. Nýjasta afsökunin er að þar sem þeir unnu síðasta stórmót hafi þeir verið undir sérstakri pressu þar sem allir voru með þá undir sérstakri smásjá. Vandinn er bara eins og Kasper Hvidt segir - Ef maður er alveg sanngjarn má kannski segja að miðað við heildarleik liðsins í öllum leikjunum, hefðum við ekki átt skilið að vera meðal 4 efstu þjóðanna á mótinu.

Tek undir það, ÁFRAM ÍSLAND

Drífa Björk Guðmundsdóttir, 21.8.2008 kl. 06:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband