Beðið eftir Godot

Jæja, nú er beðið eftir Godot-stjórninni. En mikið lifandis, skelfingar verð ég feginn að losna við núverandi borgarstjóra. Það þarf að fara alla leið aftur til Dags B. Eggertssonar til að finna verri borgarstjóra.

En Dagur hafði þá afsökun, að það er ekki hægt að útbúa kjúklingasalat úr kjúklingaskít. Ég er nú ekki alveg viss hverjir voru verstir, en 100 daga stjórnin lyktaði a.m.k. skelfilega. En frá fnyknum frá þeirri stjórn tók við Ólafur F. Magnússon, einræðissinnaður stjórnandi sem hélt hann væri að spila Matador þarna í ráðhúsinu, skipti um menn á báðar hendur og stjórnaði með tilskipunum eins og Castró.

En ef Dagur hafði afsökun, hafði Ólafur enga. Ég held að hans verði minnst sem lélegasta borgarstjóra sögunnar úr flokkum utan Samfylkingunni.

En hvað ætli hann geri nú?

Spurning hvort hann opni ekki bara heimilislækningakliník með Sveini Rúnari Haukssyni, eiginmanni eins borgarfultrúa afturhaldskommatittanna?

 


mbl.is Frétta af meirihluta beðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Já, "samstarf" fékk allt í einu á sig merkinguna "einræði." 

Jújú, niðurstaða kemur. En vandamálin leysast ekki og menn halda áfram að bíða eftir starfhæfum og traustum meiri hluta.

Hann kemur ekki.

Snorri Bergz, 14.8.2008 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband