Jöklar hopa

Það er einn ákveðin þáttur í þessu öllu saman, þessu með jöklana og gróðurhúsasystemið allt saman. Mig langar til að velta honum aðeins fyrir mér.

Staðreyndir:

A) Ef jöklarnir hverfa alveg eða að miklu leyti, minnkar vatnsmagn í helstu fljótum landsins. Þá verður ekki hægt að virkja eins og áður.

B) Bráðnun jökla er sögð eiga sér stað vegna gróðurhúsaáhrifanna, sem, skv. sömu umhverfisverndarsinnum, er afskaplega neikvætt fyrirbrigði.

Ok, er þá ekki málið þannig, að ef gróðurhúsaáhrifin aukast, minnkar vatnsmagn í fljótum og minna verður hægt að virkja, amk ekki virkja stórfljótin eins og áður. Þá verða ekki reist fleiri álver.

Niðurstaða: Umhverfisverndaröfgamenn hljóta því að vera ánægðir með bráðnun jökla, þar eð þannig minnka líkur á frekari stóriðju.

Eða:

Gróðurhúsaáhrifin minnka eða verða hverfandi, eða breytast að einhverju leyti. Jöklarnir breiða úr sér og vatnsmagn gæti aukist aftur í jökulám. Ergo: hægt að virkja meira.

Ég er ekki viss hvað menn vilja, en mér sýnist umhverfisverndaröfgamenn tapi á þessum díl, alveg sama hvernig fer.

Nema auðvitað við fórnum jöklunum og förum -ll að tína fjallagrös í fjallagrasaverksmiðjuna hennar Kolbrúnar Halldórz á Vatnaheiði norðan Öræfa?


mbl.is Snæfellsjökull hopar hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Smá athugasemd við staðreynd 1: Það mun renna alveg jafn mikið vatn til sjávar og áður þótt jöklarnir bráðna svo lengi sem úrkoman helst óbreytt, en vatnsrennlið eykst hins vegar á meðan jöklarnir bráðna. Ef jöklarnir hverfa verður hins vegar rennsli ánna jafnara yfir árið. Ef jöklarnir fara hins vegar stækkandi þá ætti rennsla ánna að minnka þangað til jöklarnir hafa náð aftur jafnvægi.

Þessar staðreyndir breyta kannski eitthvað niðurstöðu þinni. 

Emil Hannes Valgeirsson, 10.8.2008 kl. 18:27

2 Smámynd: Snorri Bergz

Solid, já, þessar pælingar mínar voru bara "amatörspælingar".

En hins vegar má ætla, að með breyttu veðurfari breytist regnmagnið.

En ef jöklarnir hverfa + sama regn = jafnt streymi = auðveldara að virkja, eða?

Snorri Bergz, 10.8.2008 kl. 18:38

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já, það getur hugsanlega bara verið betra að virkja, því uppistöðulón ættu ekki að þurfa að vera eins stór, vegna jafnara rennslis. En þetta er eitthvað sem við þurfum ekki að spá í fyrr en eftir langan tíma. Fyrst þurfa svo spárnar líka að rætast.

Emil Hannes Valgeirsson, 10.8.2008 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband