Hans Petersen og co á hausnum - tímarnir breytast

Ég er svo aldeilis hissa. Kannski hefur þessi farsímabissness farið með fyrirtækið á hausinn. Maður hélt nú að HPet væri stöndugt, en hvað var þetta að fara að gera út á það sérstaklega að selja farsíma þegar amk sum símafyrirtækin gefa þá?

Og síðan skilst mér að fólk sé hætt að framkalla. Jafnvel pabbi gamli, maður að nálgast eftirlaun og lítið tæknivæddur, lódaði myndirnar úr sumarfríinu í tölvuna, keypti tölvupappír einhvers staðar og prentaði myndirnar út á fínan pappír, alveg jafn flottar myndir og hjá Hans Pet, en fyrir samasem ekkert.

Hvað á þá Hans Pet að selja? Ljósmyndavélar?

Þær má kaupa miklu ódýrara í fríhöfninni eða í útlöndum; þangað sem flestir landsmenn ferðast hvort sem er amk einu sínni á ári, ef ekki oftar og geta versað myndavélar þar, hafi þeir áhuga.

En ég sá flotta plötuspilara fyrir LP í búðarglugga í dag, kosta bara nokkra tugi þúsunda. En DVD spilarar kosta 5000 kall og menn hlusta orðið á músík í Ipod / Mp3 spilara, eða bara í tölvunni.

Já, tímarnir breytast.


mbl.is HP Farsímalagerinn gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir, það er ekkert mál að reka framköllun í dag, vissulega eru margir hættir að framkalla "prenta myndir sínar á pappír" en gleymum ekki að með nýju stafrænu tækninni tekur fólk margfalt fleiri myndir en áður, galdurinn er einfaldlega ekki að okra á fólki, láta sig þjónustuna sem fyrirtæki mans veit sig varða, og ekki taka hverja einustu krónu sem kemur inn í kassann í eiginn vasa til að fá eitthvað útúr skuldsettri fjárfestingu.

Þarf ekki að koma neinum á óvart að einn af eigendu Hans Petersen er Baldur Guðnason sme skildi nú nýverið við Eimskip með "glæsibrag"

Ásgeir Helgi Ásgeirsson (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband