Kínverjar að missa það endanlega?

"Kínverskur kennari hefur verið sendur í vinnubúðir fyrir að birta myndir á netinu af barnaskólum, sem hrundu í jarðskjálftanum sem reið yfir Sichuan hérað í Kína þann 12. maí."


Jahérna, hér. Jæja, arfleifð kommúnismans virðist ekki ætla að hverfa fyrir ætternisstapann í Kína frekar en sums staðar í öðrum löndum.

Kannski forseti vor biðji um að fá að heimsækja kínverska kennarann þegar hann fer til Kína í næsta mánuði? Eða menntamálaráðherra? 


mbl.is Dæmdur í vinnubúðir fyrir að birta myndir á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kínverjar eru löngu búnir að missa það ef þeir höfðu það einhvern tímann. Málið er að flestir láta eins og þeir hafi það, af hagsmunaástæðum, Ísland þar á meðal. Ef þú vilt mótmæla, fjarlægðu þá allt af heimili þínu sem á stendur "made in China" og sjáu hverju þú verður til að fórna.

Þú talar um arfleyfð kommúnismans en minnist ekkert á þær fjölmörgu þrælabúðir sem voru í landinu löngu fyrir tíma Maos.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.7.2008 kl. 09:48

2 Smámynd: Snorri Bergz

Ekkert "made in China" á mínu heimili. Kaupi bara vörur frá sweatshops í Indónesíu!

Ja, Svanur, arfleifð fornra þrælabúða í Kína hið forna, t.d. þær skelfilegu hörmungar sem kínverskir bændur þoldu í þrælkun við að reisa Kínamúrinn, eru svoldið fjarri manni. Þær búðir voru á öðrum tíðum. En kúgun og grimmd Maós og kumpána hans voru nu bara nýlega, meas í minni núverandi valdhafa Kína.

Snorri Bergz, 30.7.2008 kl. 11:50

3 Smámynd: Snorri Bergz

P.s. Svanur, oft mjög skemmtilegir pistlar hjá þér!

Snorri Bergz, 30.7.2008 kl. 11:51

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Flottur ertu Snorri. Ég áttaði mig ekki á t.d. að ég hefði þurft að skipta út tenglum og hvaðeina til að vera sannur í þessu. Allavega hef ég ekkert keypt frá Kína í langan tíma núna og passa mig vel.

Rétt hjá þér með Mao og hans harðýðgi en það virðist vera hef fyrir því í Kína að virða mannlífið lítils.

P.s. Takk, sömu leiðis.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.7.2008 kl. 13:56

5 Smámynd: Snorri Bergz

Já, mannlíf lítils metin í Kína, enda ekki mjög verðmæt miðað við lögmálið um framboð og eftirspurn...þeas meira framboð en eftirspurn.


Hér yrði þjóðarsorg við andlát 20 manna í einu slysi, þarna í Kína er eins og einn maður hefði misst framan af litlaputta. Big deal!

Snorri Bergz, 30.7.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband