Skoðanir

ossurÁ bloggsíðu Össurar segir kappinn eftirfarandi (frá Kanarí, að mér sýndist):


"Nú síðast var það svo Gjástykki. Það er einsog Landsvirkjun líti á sig sem prótokollmeistara í stjórnarráðinu, albúin að hlaupa undir bagga með leiðbeiningar um kórrétta mannasiði þegar barbarar einsog við Björgvin frá Skarði leyfum okkur að hafa skoðanir,"

Þessi játning hlýtur að vera Samfylkingunni mikið áhyggjuefni. Grundvöllur flokksins hlýtur að skekkjast og jafnvel molna ef í ljós kemur, að einhverjir í innsta hring skuli virkilega hafa skoðanir.

Hvernig á flokkur að berast áfram undan vindi og fylgja sinni hefðbundnu hentistefnupólítík ef ráðherrar hans eru farnir að leyfa sér þann munað að fylgja eigin sannfæringu (og það jafnvel áður en skoðanakönnun er gerð um málið!)

En annars skil ég ekki þetta vinstri pot í Össuri. Það sér hver maður, að Össur er hægri maður og ætti hann að halda áfram vegferð sinni frá Marx til Friedmanns og co. En ef svo myndi fara væri síðasti móhíkaninn horfinn frá Hentistefnufylkingunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Ertu í fríi Benni?

Snorri Bergz, 30.7.2008 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband