Sunnudagsmorgunn

Úff, aldurinn færist yfir. Það er greinilegt. Af einhverjum ástæðum sofnaði ég aftur og vaknaði ekki fyrr en síminn hringdi kl. 8.30. Annars vakna ég yfirleitt á milli 5.30 og 6.30 alla daga vikunnar; sunnudagar eru engin undantekining. Og þá breytir litlu hvenær ég sofna. Um tíma vaknaði ég af einhverjum ástæðum á slaginu 6 að morgni, þá hefði verið hægt að stilla klukkuna eftir þessari venju. En núna rokkar þetta dálítið.

Tíminn er of dýrmætur; of margt að gera. Óþarfi að eyða honum í að sofa endalaust. Maður getur sofið þegar maður er genginn fyrir ætternisstapann. Og jafnvel þótt ekkert liggi beinlínis fyrir er alltaf eitthvað sem þarf að -- eða má alveg -- gera, t.d. þrífa, henda gömlu blaðadrasli, eða eitthvað.

Annars er nóg að gera í dag. Uppvask, þrif, raða nótum og kvittunum í möppu; jafnvel taka aðeins til í tölvunni líka. Ég tók mig nú til í gær og deletaði tugum gígabæta af skákstuffi í gær. Ég sé ekki fram á að þurfa að nota þetta í framtíðinni, enda bendir allt til að skákferill minn, óglæstur að vísu, sé á enda. Skák er skemmtileg, eins og sagt var í TR í gamla daga og Hrókurinn tók síðan upp, en því miður er skákpólítíkin þreytt.is eins og margar aðrar pólítíkur. Maður deilir ekki við mafíuna sko!

Síðan þarf ég að djobba dálítið, þó helgin sé með friðsælasta móti. Bara smá aukadjobb sem þarf að skila á morgun og annað síðar í vikunni. Allt undir control. Síðan er aldrei að vita nema maður fari að prófa nýju forritin sín. En á morgun kemur ný vika með vinnu og aðal-aukavinnunni. Kannski ágætt að sofa út núna og safna orku.

En jæja, ömurlegt að vera bíllaus. Eðalvagninn vildi ekki í gang fyrir helgi og maður er eins og hauslaus her.  En solid Dauðahafs-fótakremið úr Tiger kemur að góðum notum núna!

Kveð að sinni...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Það er gott að hafa nóg fyrir stafni.  Hins vegar er leiðinlegt að heyra að skákferillinn sé á enda runninn...

Sigurjón, 27.7.2008 kl. 16:35

2 Smámynd: Snorri Bergz

Sælir Sigurjón

Ja, um að gera að hafa nóg fyrir stafni. En varðandi skákina, þá tekur það mann einhvern tíma að losna við bakteríuna...cold turkey. Hafði þó lofað að fara á mót í Serbíu í nóvember og vil standa við það. Annars verður þetta í sögulegu lágmarki.

En síðan er aldrei að vita nema aðstæður breytast...en á það eru aðeins nokkrir mánuðir í að ég verði löggildur "öðlingur", þá fer maður kannski bara að tefla í "öðlingaflokki" (old boys). En eins og staðan er núna, efast ég um að ég hafi geð í mér að halda áfram, en ef vindáttin breytist, er aldrei að vita nema maður endurskoði afstöðu sína.

Snorri Bergz, 27.7.2008 kl. 16:39

3 Smámynd: Sigurjón

Það er gott.  Það er sumsé ekki loku fyrir það skotið að þú munir halda áfram að tefla, þó þú takir þér hlé...

Sigurjón, 27.7.2008 kl. 17:15

4 Smámynd: Snorri Bergz

Ja, ég nú ekki frekar von á því. Eigum við að segja að ég taki "Jónas Hallgrímsson" á þetta.

Snorri Bergz, 27.7.2008 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband