Sami aðili?

Menn læra greinilega aldrei. Hér segir:

"Dropinn sem fyllti mælinn".


Fyrir nokkrum dögum var þetta í fyrirsögn og ég m.a. benti á, að kornið fyllir mælinn en dropinn holar steininn.


Greinilegt að Moggamenn læra ekki. Það er hreint ótrúlegt að önnur-þriðja hver frétt er meira og minna brengluð. Og fyrir þetta fær fólk borgað ... ágætis fólk vafalaust, en augljóslega komið í djúpu laugina fyrir aldur fram.

Mogginn hlýtur að fara að gera meiri kröfur til starfsfólks síns, þegar það eru áberandi villur í á að giska annarri eða þriðju hverri frétt. 

Menn gera auðvita mistök, ekkert við því að segja. En þetta er orðið full algengt.

Það er eitt að skrifa óvandaðan texta t.d. í bloggi. Það er hobbí fólks. En þegar menn fá borgað fyrir svona vinnu...

...og þetta er fyrir utan óvönduð vinnubrögð við efnistök, eins og því miður er farið að aukast líka.

Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Mbl.is.


mbl.is Ráðherrar hvattir til að ýta Brown til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband