Olíuverð o.fl.

Jæja, stundum tuða ég yfir illa unnum fréttum á mbl.is, þar sem málfræði, stafsetning og efnisvinnsla blm. er oft fyrir neðan allar hellur.

Slíkt er óþarft hér, enda á maður ekki von á öðru en að Guðmundur Sverrir standi sig.

En að efninu; af hverju er það að maður treystir yfirlýsingum talsmanna olíufélaganna vægast sagt mátulega? Af hverju hafa margir það á tilfinningunni að félögin séu fljót að hækka en sein að lækka þegar verð breytist; og jafnframt að verð hækki í botn, en lækki aðeins að hluta þegar breytingar verða á heimsmarkaðsverði.

En síðan er það allt annað mál, hvort olíufélögin hér séu eitthvað verri í þessu en þau í nágrannalöndunum?


mbl.is Bensínverð úr takti við heimsmarkaðsverð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

Það mætti samt kannski laga fyrsta orðið í titli fréttarinnar?

"Benín er ríki í Vestur-Afríku og var áður kallað Lýðveldið Dahómey eftir konungsríkinu Dahómey sem Frakkar lögðu undir sig 1892-1894".

 

Billi bilaði, 24.7.2008 kl. 08:47

2 Smámynd: Snorri Bergz

Vá, jess! Ég horfði ekki einu sinni á titilinn! Enda kl. 7 að morgni. Var bara svo ánægður að sjá loksins alvöru frétt á Mogganum...

En gott að Benín verður ódýrari...kannski við flytjum þangað bara og höfum það næs?

Snorri Bergz, 24.7.2008 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband