Þriðjudagur, 22. júlí 2008
Tilgangslausum áfanga náð - meira ruglið
Rak augun í þetta af tilviljun. Þetta er nú meira ruglið. Hvað hafa þessir 500.000 gestir verið að pæla?
Jæja, ok, þetta er tilgangslaus tölfræði, nema fyrir það, að ég hef fengið að prófa mig áfram með allskonar SEO æfingar. Ergo: stundum hef ég verið að leika mér með ákveðnar kenningar, athuga hvort þær gangi upp á bloggi.
En oftast nær hef ég bara verið að bulla. Ágætis útrás að skrifa eitthvað rugl og þurfa hvorki að passa stafsetningu né málfræði. Síðan er ágætt að nota þennan miðil til að dissa menn og málefni sem ég "fíla" ekki.
En hvað gerir maður nú? Mig langar til að gera eitthvað nýtt. En hvað ætti það að vera? Komment vel þegin við eftirfarandi hugmyndir:
1. Nota bloggið eingöngu til að benda á villur á www.mbl.is
2. Semja rómantíska / rauða ástarsögu (framhaldssögu) um forboðnar ástir bloggara.
3. Semja læknadrama að hætti Grey's Anatomy með Hippokrates bloggmeistara í aðalhlutverki.
4. Nota það fyrir skákskýringar.
5. Nota það fyrir níðvísur um menn og málefni.
6. Skrifa um afrek Samfylkingarinnar (bæði málin)
7. Fjalla um KR, Spurs og Liverpool, helst með háði.
8. Halda áfram með "Af spjöldum sögunnar"
9. Ekkert af ofanverðu.
10. Allt sem nefnt er að ofan.
Segi nú bara eins og skáldið: "Brotin glös, sögð og ósögð orð."
P.S. Nei, ég er ekki fullur. Ég er bara svona.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.