Þjófar

Það var brotist inn heima hjá mér um daginn og öllu verðmætu stolið. Í gær eða fyrradag var byrjað að losa skrúfur á lás sem lokar veröndinni þegar hún er ekki í notkun, vísast til að verða sneggri að dýrka upp lásinn þegar ráðist verður til atlögu.

En þjófurinn veit kannski ekki:

1. Hann er búinn að hirða allt verðmætt hvort sem er
2. Það er komið solid öryggiskerfi í húsið (en hann fattar það vísast ekki, enda eru merki því lútandi á íslensku)
3. Fleiri öryggisráðstafanir hafa verið gerðar.


En hrikalegt er þetta. Maður heyrir sögur af húsum hér og þar sem hafa verið tæmd. Í götu einni í Breiðholtinu var næstum heil raðhúsalengja tæmd, eitt húsið meðan íbúarnir voru upp á efri hæðinni að horfa á EM í fótbolta með stillt á fullt!

Löggan segir að  þetta séu erlendir atvinnu-innbrotsmenn. En af hverju er ekki hægt að finna þessa kauða?

Og til öryggis sit ég nú bara heima í sumarfríinu og nenni engu öðru en að blogga einhverja vitleysu!

 


mbl.is Þjófar á ferð í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband