Bangsinn & ólympían

Jæja, nú styttist í ólympíuleikana og Bangsinn kemur til leiks í betra formi en áður. Það er glæsilegt. Maður getur eiginlega ekki ímyndað sér landsliðið, sérstaklega varnarleikinn, án Bangsa. Síðan skilst mér að hann sé ómissandi í liðið svona "móralskt séð", prakkari, eiginlega snorrískur á stundum.

EN þrátt fyrir tap gegn Spánverjum í gær held ég að liðið sé að smella saman. Levítinn átti magnaða leiki þarna um daginn og nú kemur Björgvin Gústavs inn með stæl. Nú þarf bara að dáleiða markagræðgi í Óla Stef og þá verður þetta í góðu lagi á ólympíunni.

En þar verður Bangsinn afar nauðsynlegur. Fyrir utan allt annað er það ómissandi fyrir áhorfendur að sjá þetta barnslega einlæga tröll gráta af gleði við sigur, sýna furðusvip og undra sig á hverjum einasta brottrekstri, horfa á furðusvip mótherjanna þegar þeir hrökkva af honum, osfrv.

Ég efa ekki að það sé krafa landsmanna að Fúsi fari á Ól. Hann er einfaldlega ómissandi í landsliðið. Áfram Fúsi.


mbl.is „Takk fyrir mig, Eggert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Hann er enginn helv. bangsi hann er orginal Rússajeppi og það af bestu gerð svona eins og þeir voru 59 modelið mar, en jú smá bangsalegur þegar hann setur alla geyslabauga landsliðsins upp við hvern einasta brottrekstur eins og þú segir en það er bara fjórðungs landslið sem fer á Olimpiuleikana ef Rússajeppinn fer ekki með, leikurinn í gær var góð skemmtun og ekki skemmdi að hafa bara einn dómara hehe. þeir voru samkvæmir sjálfum sér enda snildar dómarapar á ferðinni.

Svo gaman hef ég af því að horfa á Rússajeppann spila að ég gæti trúað því að ég eigi eftir að mæta oftar í Vodafonhöllina en ég kæri mig um að sumir frétti af (er nefnilega ekki Valsari). 

Eigðu svo góðann dag.....það ættla ég að gera alveg fram að landsleiknum (lesist sofa). 

Sverrir Einarsson, 19.7.2008 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband