Föstudagur, 18. júlí 2008
Dýraníð: gömul saga af dýraníði á Íslandi
Best að lauma þessu að gamni. Efni sem ég þurrkaði út úr M.A. ritgerð minni í handriti.
------
Alvarlegasta hegningarlagabrot Norðmanna átti sér þó stað á Siglufirði 1913. Norskur vélameistari af skipinu Borðeyri var fundinn sekur um að gaufa eitthvað við rauð[a] hryssu" og hafa það háttalag sem hann vildi hafa kynferðisumgang við hrossið." Annað vitni að athæfi Norðmannsins sá í sjónauka... glöggt að hann hafði þar viðleitni í framangreinds framferðis við hrossin, hvert eptir annað, sá hann þannig glöggt í sjónaukann, er hann miðaði upp um hrossin, og er einnig að hann hafði brækur niðri og hneppti þær." Vitni voru sammála um, að óljóst væri um árangur mannsins af þessu atferli sínu. Maðurinn var færður til læknisskoðunar og komst héraðslæknirinn á Akureyri að þeirri niðurstöðu, að vélameistarinn væri bæði heilbrigður á líkama og sál, en mjög drukkinn.[1] Sökum alvarleika athæfisins var málið borið á borð Einars Arnórssonar ráðherra, sem lét í ljós skoðun sína á málinu.
Sterkar líkur -þó naumast full sönnun- eru fyrir því að að norðmaðurinn [NN] hafi gjört sig sekan í tilraun til brots gegn 178. gr. hegningarlaganna. Hins vegar er það sannað að kærði þennan dag var útúr drukkinn og heldur hann því fram að hann muni ekkert eptir sjer mikinn hluta af þeim degi og að hann minnist alls ekki að hafa aðhafðst umræddan glæp eða gjört tilraun til þess. Maðurinn fær gott orð, á konu og börn í Noregi og lifir góðu heimilislífi.
Þar sem allar líkur eru til að maður þessi hafi verið viti sínu fjær, er hann gjörði umræddar tilraunir, virðist mjer full ástæða til eptir atvikum að málssókn sje slept.
Skoðun Einars Arnórsonar var þó ekki umdeild. Klemens Jónsson landritari taldi það alveg forsvaranlegt að láta málssókn falla niður. En áfallinn kostnað verður ákærði að greiða."[2] Lyktir málsins urðu þó þær sem ráðherra boðaði.
[1] ÞÍ. Stj. Ísl. I, db. 4/43: Afskrift frá lögreglurétti Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 23. ágúst 1913.
[2] Sama heimild, ráðherra til Klemensar Jónssonar, 25. sept. 1913. Handskrifuð athugasemd Klemensar.
Breti handtekinn fyrir dýraníð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.